Enski boltinn

Berbatov þarf ekki að fara í aðgerð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest að Búlgarinn Dimitar Berbatov muni ekki þurfa að fara í hnéaðgerð eins og óttast var um tíma.

Berbatov hefur ekki verið heill heilsu í vetur og Ferguson þar af leiðandi ekki getað notað hann eins mikið og hann vildi. Hnéð hefur aftur á móti verið að styrkjast og Búlgarinn lék í 90 mínútur gegn Hull.

Ferguson treystir á að Berbatov verði hættulegt sóknarvopn á síðari hluta tímabilsins.

„Hnéð er orðið miklu betra. Við höfum farið varlega með hann því við vitum að við megum ekki vera án hans eftir áramót. Honum leið vel eftir leikinn gegn Hull og mun ekki þurfa að fara í aðgerð. Vonandi er málið búið," sagði Ferguson.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×