Bretar hafa ekki verið bjartsýnni um horfur í efnahagslífinu síðan í nóvember á síðasta ári.
Væntingar Bretar voru mældar í nýliðnummánuði og mældist væntingavísitalan 53 stig samanborið við 51 stig í apríl. Svo háar tölur hafa ekki sést síðan í nóvember í fyrra.
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Martin Gahbauer, aðalhagfræðingi Nationwide Consumer Confidence, sem mælir vísitöluna, að niðurstöðurnar bendi til þess að lítið þurfi til að draga úr væntingum fólks. „Það verður að hafa í huga að samdráttur er enn í nokkrum geirum," hefur BBC eftir Gahbauer.
Hagvöxtur dróst saman um 1,9 prósent á síðasta ársfjórðungi í Bretlandi. Slíkt hefur ekki sést í þrjátíu ár.