Enski boltinn

Adebayor: Við áttum skilið að vinna leikinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor og Martin Skrtel háðu marga hildina í leiknum í dag.
Emmanuel Adebayor og Martin Skrtel háðu marga hildina í leiknum í dag. Nordic photos/AFP

Framherjinn Emmanuel Adebayor skoraði eitt mark fyrir Manchester City í 2-2 jafntefli gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Anfield-leikvanginum.

Adebayor telur að City hafi verið sterkari aðilinn í leiknum og því sé eitt stig rýr uppskera.

„Við áttum skilið að vinna leikinn en svona er fótboltinn stundum. Við spiluðum vel á stórum köflum en hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í leikinn aftur eftir að við tókum forystuna. Við þurfum hins vegar að halda einbeitingunni áfram og sýna meiri leikgleði inni á vellinum og þá fara hlutirnir að falla með okkur," sagði Adebayor í leikslok í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×