Icesave og stjórnarskrá Sigurður Líndal skrifar 19. nóvember 2009 06:00 Senn virðist líða að því að svokallað Icesave-mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lögunum voru settir veigamiklir fyrirvarar: ábyrgðin var tímabundin, tiltekin efnahagsleg viðmið skyldu takmarka hana, áskilinn var réttur til að fá úrlausn tiltekins þar til bærs úrlausnaraðila um ábyrgð ríkisins og gæti Alþingi takmarkað hana ef niðurstaðan yrði íslenzka ríkinu í vil, og loks skyldi farið að íslenzkum lögum við uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans. Í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar í Alþingi er gert ráð fyrir að ábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda verði ekki tímabundin, þannig að hún hvíli á íslenzka ríkinu unz skuldin sé greidd, að fullir vextir verði greiddir óháð því hvort hagvöxtur verði, að íslenzka ríkið geti ekki takmarkað ábyrgðina - eða fellt hana niður - ef þar til bær úrlausnaraðili komist að þeirri niðurstöðu að íslenzka ríkið beri ekki ábyrgð á láni Tryggingarsjóðsins og loks að ekki sé gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á láninu verði takmörkuð við það að uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans fari að íslenzkum lögum og lúti niðurstöðum íslenzkra dómstóla nema með óeðlilegum skilyrðum, þar sem brezk lög og brezkir dómstólar kunna að hafa síðasta orðið um ýmis álitaefni sem rísa. Af umræðum undanfarið verður helzt ráðið að í raun viti enginn með neinni vissu hvaða skuldbindingar íslenzka ríkið gangist undir. Nefndar hafa verið vaxtagreiðslur sem kynnu að nema allt að 300 milljörðum króna, gífurleg gengisáhætta, óvissa um efnahag þjóðarinnar, t.d. ef aflabrestur yrði eða önnur áföll, auk sem þessar kvaðir eru ótímabundnar og líklegt að hvíli á komandi kynslóðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og loks óvissa um hvort neyðarlögn svokölluðu samrýmist stjórnarskrá og afleiðingin verði miklar ábyrgðarskuldbindingar til viðbótar þeim sem fyrir eru ef þau standist ekki. Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimildir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóðina) með þessum hætti - hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þungbærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. - Og þá hlýtur stjórnarskráin að koma til skoðunar. Þar er ekki tekið berum orðum á slíkum álitamálum. Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnarhögum ríkisins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Með frumvarpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheimild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frumvarpið fullnægi þessum áskilnaði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frumvarpið verður samþykkt? Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Senn virðist líða að því að svokallað Icesave-mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lögunum voru settir veigamiklir fyrirvarar: ábyrgðin var tímabundin, tiltekin efnahagsleg viðmið skyldu takmarka hana, áskilinn var réttur til að fá úrlausn tiltekins þar til bærs úrlausnaraðila um ábyrgð ríkisins og gæti Alþingi takmarkað hana ef niðurstaðan yrði íslenzka ríkinu í vil, og loks skyldi farið að íslenzkum lögum við uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans. Í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar í Alþingi er gert ráð fyrir að ábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda verði ekki tímabundin, þannig að hún hvíli á íslenzka ríkinu unz skuldin sé greidd, að fullir vextir verði greiddir óháð því hvort hagvöxtur verði, að íslenzka ríkið geti ekki takmarkað ábyrgðina - eða fellt hana niður - ef þar til bær úrlausnaraðili komist að þeirri niðurstöðu að íslenzka ríkið beri ekki ábyrgð á láni Tryggingarsjóðsins og loks að ekki sé gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á láninu verði takmörkuð við það að uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans fari að íslenzkum lögum og lúti niðurstöðum íslenzkra dómstóla nema með óeðlilegum skilyrðum, þar sem brezk lög og brezkir dómstólar kunna að hafa síðasta orðið um ýmis álitaefni sem rísa. Af umræðum undanfarið verður helzt ráðið að í raun viti enginn með neinni vissu hvaða skuldbindingar íslenzka ríkið gangist undir. Nefndar hafa verið vaxtagreiðslur sem kynnu að nema allt að 300 milljörðum króna, gífurleg gengisáhætta, óvissa um efnahag þjóðarinnar, t.d. ef aflabrestur yrði eða önnur áföll, auk sem þessar kvaðir eru ótímabundnar og líklegt að hvíli á komandi kynslóðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og loks óvissa um hvort neyðarlögn svokölluðu samrýmist stjórnarskrá og afleiðingin verði miklar ábyrgðarskuldbindingar til viðbótar þeim sem fyrir eru ef þau standist ekki. Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimildir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóðina) með þessum hætti - hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þungbærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. - Og þá hlýtur stjórnarskráin að koma til skoðunar. Þar er ekki tekið berum orðum á slíkum álitamálum. Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnarhögum ríkisins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Með frumvarpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheimild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frumvarpið fullnægi þessum áskilnaði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frumvarpið verður samþykkt? Höfundur er lagaprófessor.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun