FIH bankinn danski, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, hefur sagt upp Peter Secher forstjóra hlutabréfadeildar sinnar (FIH Capital Markets) og vinnur að því að leggja deildina niður.
Í frétt um málið á börsen.dk í morgun segir að 23 starfsmönnum deildarinnar verði sagt upp fyrir helgina.
Peter Secher vildi ekkert tjá sig um málið við börsen.dk en hann er í fríi þessa stundina. Lars Johansen bankastjóri FIH vildi heldur ekkert tjá sig vuið börsen.dk um málið.