Fótbolti

Capello segir harðkjarna stuðningsmenn ráða ferðinni á Ítalíu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ultras hóparnir eru jafnan mjög áberandi í stúkunni.
Ultras hóparnir eru jafnan mjög áberandi í stúkunni. Nordic photos/AFP

Fabio Capello, landsliðsþjálfari England, lét gamminn geysa á ráðstefnu um fótbolta sem haldin var í Coverciano í Flórens um helgina og var sérstaklega harðorður í garð ítalska knattspyrnusambandsins.

Capello hélt því fram að harðkjarna stuðningsmenn á Ítalíu eða svokallaðir „ultras" gerðu það sem þeim listi og ítalska knattspyrnusambandið stæði bara aðgerðarlaust og horfði á.

„Í Serie A ráða Ultras-hóparnir ferðinni og það þorir enginn að setja reglur gegn þeim. Þeir hrópa það sem þeir vilja á vellinum og gera það sem þeir vilja. Hegðun sem þessi myndi aldrei líðast á Spáni eða í Englandi," sagði Capello sem gagnrýndi einnig leikaraskap leikmanna ítölsku deildarinnar.

Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, var afar óhress með ræðuna sem Capello hélt og vísaði áskökunum hans og bug og kvað sambandið vinna náið með yfirvöldum og lögreglu varðandi Ultras-hópana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×