Sport

Mayweather: Hatton á að hætta

Ricky Hatton og Floyd Mayweather eldri á blaðamannafundi
Ricky Hatton og Floyd Mayweather eldri á blaðamannafundi Nordic Photos/Getty Images

Floyd Mayweather eldri, þjálfari breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að tími sé kominn fyrir Hatton að leggja hanskana á hilluna eftir ljótt tap gegn Manny Pacquiao í gærkvöldi.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að þeim Hatton og Mayweather hafi lent saman kvöldið fyrir bardagann og kaldar yfirlýsingar Bandaríkjamannsins eftir bardagann hafa ekki slegið á þann orðróm.

"Ég myndi ráðleggja honum að hætta," sagði Mayweather í viðtali fljótlega eftir bardagann. "Hann reyndi tvisvar. Hann tapaði fyrir syni mínum og síðar fyrir lakari andstæðingi en honum. Það er kominn tími til að hætta. Hann hefur unnið sér inn góðan pening á ferlinum og stundum verða menn að hætta þó þeir séu enn nálægt hátindinum," sagði Mayweather, sem er faðir Floyd Mayweather yngri sem tilkynnti endurkomu sína í hnefaleika í gær.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×