Gangstéttarhellan sem rotaði lögreglumanninn var 3,5 kíló 22. janúar 2009 12:29 Lögreglumenn urðu allir fyrir grjótkasti í gær. NORDICPHOTSO/ÞORGEIR Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir ekki standa til að taka harðar á mótmælendum eftir atburði gærdagsins. Lögreglan meti aðstæður hverju sinni og hingað til hafi hún sýnt þolinmæði. Breyting hafi hinsvegar orðið á því í gær. Lögregluþjónn rotaðist eftir að hafa fengið steinhnullung sem vó 3,5 kg í höfuðið. Áður hafði hann fengið 3 til 4 hnullunga í sig. Stefán segir að tekið verði á grjótkösturunum af fullri hörku. „Við höfum ekki gripið til aðgerða hingað til nema það hafi verið lífsnauðsynlegt, hvort heldur sé með piparúða, kylfur og svo táragas í gærkvöldi," segir Stefán og bendir á að í nótt þegar gasinu var sleppt hafi lögreglan staðið frammi fyrir alvarlegum aðsúg sem gerður var að lögreglu fyrirvaralaust. „Það rigndi grjóti yfir lögreglumenn, stórum hnullungum, múrsteinum og ýmsu öðru. Þar slösuðust tveir alvarlega og á sama tíma var stórt bál kveikt fyrir framan þinghúsið og bensíni var skvett á aðaldyrnar og reynt að kveikja í. Okkar mat var að nauðsynlegt væri að tryggja að ekki yrði kveikt í og að mótmælendur eða lögregla myndu slasast alvarlega. Því ákváðum við að brjóta upp þennan hóp," segir Stefán. Hann segir ágætlega hafa gengið að rýma Austurvöll og þá hafi lögreglumenn einnig farið og reynt að verja Stjórnarráðið en þar voru rúður brotnar og skemmdir unnar. „Það þarf mikinn ásetning og einbeitann brotavilja til þess að kasta hnullungi sem er 3,5 kíló af fullu afli," segir Stefán en það var þyngdin á hnullungnum sem rotaði einn lögreglumann sem missti meðvitund við höggið. Hann segir alla lögreglumennina hafa orðið fyrir grjótkasti. Enginn var hinsvegar handtekinn í gær en Stefán segir að lögreglan eigi töluvert af myndefni frá atburðunum úr öryggismyndavélum. „Þar sjást hverjir það eru sem eru að kasta grjóti og við munum fara vel og vandlega yfir það. Því verður síðan fylgt eftir af fullri hörku." Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir ekki standa til að taka harðar á mótmælendum eftir atburði gærdagsins. Lögreglan meti aðstæður hverju sinni og hingað til hafi hún sýnt þolinmæði. Breyting hafi hinsvegar orðið á því í gær. Lögregluþjónn rotaðist eftir að hafa fengið steinhnullung sem vó 3,5 kg í höfuðið. Áður hafði hann fengið 3 til 4 hnullunga í sig. Stefán segir að tekið verði á grjótkösturunum af fullri hörku. „Við höfum ekki gripið til aðgerða hingað til nema það hafi verið lífsnauðsynlegt, hvort heldur sé með piparúða, kylfur og svo táragas í gærkvöldi," segir Stefán og bendir á að í nótt þegar gasinu var sleppt hafi lögreglan staðið frammi fyrir alvarlegum aðsúg sem gerður var að lögreglu fyrirvaralaust. „Það rigndi grjóti yfir lögreglumenn, stórum hnullungum, múrsteinum og ýmsu öðru. Þar slösuðust tveir alvarlega og á sama tíma var stórt bál kveikt fyrir framan þinghúsið og bensíni var skvett á aðaldyrnar og reynt að kveikja í. Okkar mat var að nauðsynlegt væri að tryggja að ekki yrði kveikt í og að mótmælendur eða lögregla myndu slasast alvarlega. Því ákváðum við að brjóta upp þennan hóp," segir Stefán. Hann segir ágætlega hafa gengið að rýma Austurvöll og þá hafi lögreglumenn einnig farið og reynt að verja Stjórnarráðið en þar voru rúður brotnar og skemmdir unnar. „Það þarf mikinn ásetning og einbeitann brotavilja til þess að kasta hnullungi sem er 3,5 kíló af fullu afli," segir Stefán en það var þyngdin á hnullungnum sem rotaði einn lögreglumann sem missti meðvitund við höggið. Hann segir alla lögreglumennina hafa orðið fyrir grjótkasti. Enginn var hinsvegar handtekinn í gær en Stefán segir að lögreglan eigi töluvert af myndefni frá atburðunum úr öryggismyndavélum. „Þar sjást hverjir það eru sem eru að kasta grjóti og við munum fara vel og vandlega yfir það. Því verður síðan fylgt eftir af fullri hörku."
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira