Lífið

Fyrsta einkasýning Harðar Sveinssonar

Hörður var á fullu að undirbúa sýninguna þegar Fréttablaðið  bar að garði. fréttablaðið/Stefán
Hörður var á fullu að undirbúa sýninguna þegar Fréttablaðið bar að garði. fréttablaðið/Stefán
„Þetta er fyrsta einkasýningin mín – það hefur alltaf blundað í mér að halda sýningu,“ segir ljósmyndarinn Hörður Sveinsson.

Myndir og Mayhem, ljósmyndasýning Harðar, var opnuð í Kaffistofunni Hverfisgötu 42 í gær og stendur fram yfir Iceland Air­waves-hátíðina. Sýningin er helguð íslensku tónlistarlífi og henni samhliða verður tónleikadagskrá þar sem hljómsveitir á borð við Reykjavík!, Mammút, Sudden Weather Change og Sykur koma fram. „Ég valdi allar hljómsveitirnar sjálfur,“ segir Hörður. „Þetta eru uppáhaldshljómsveitirnar mínar í augnablikinu.“ Óvæntar hljómsveitir koma fram á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld, en Hörður vill ekkert láta uppi um þær.

Hörður hefur myndað fjölmargar hljómsveitir og listamenn síðustu ár, meðal annars Björk, Sigur Rós, Emilíönu Torrini, Agent Fresco, Múm, Megas, Magna og Mugison. Hann hefur meðal annars myndað fyrir Grape­vine, Fréttablaðið og Monitor og myndirnar hans hafa birst í fjölmörgum erlendum miðlum.

Sýning Harðar er haldin í samstarfi við tónlistarsjóðinn Kraum, Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar og Listaháskóla Íslands.- afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.