Lífið

Of langt gengið

Gekk of langt Leikkonan þótti ganga of langt með samlíkingum sínum.
Gekk of langt Leikkonan þótti ganga of langt með samlíkingum sínum.

Ritgerð eftir leikkonuna Natalie Portman birtist nýverið í dagblaðinu Huffington Post. Í ritgerðinni fjallar hún um heimssýn grænmetisæta, en leikkonan er þekkt fyrir að neyta ekki kjöts. Portman þótti þó heldur harðorð í garð þeirra sem kjósa að borða kjöt þegar hún líkti því við nauðgun.

„Það þarf skynsama hugsun til að geta talist manneskja og betri útskýringu en „Mér finnst þetta bragðgott og þess vegna borða ég kjöt". Ég er andvíg skoðunum Michaels Pollan í bókinni The Omnivore's Dilemma, sem fjallar heldur um kurteisi en að standa með trú sinni og skoðunum.

Væri þessi hugsunarháttur yfirfærður á annað dæmi mundi það hljóma fjarstæðukennt, til dæmis, Ég er andvíg nauðgun en ég ætla samt að fremja nauðgun til að geðjast gestgjöfum mínum." Þessi skrif leikkonunnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og þykir mönnum hún hafa gengið of langt með samlíkingum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.