Lífið

Lennon-veisla í boði Yoko Ono

Friðarsúluáformin kynnt 2006 Yoko, Sean, Stefán og Alfreð kynna Viðeyjarverkefni.FréttablaÐið/pjetur
Friðarsúluáformin kynnt 2006 Yoko, Sean, Stefán og Alfreð kynna Viðeyjarverkefni.FréttablaÐið/pjetur

Á föstudaginn, sem hefði orðið 69 ára afmælisdagur Johns Lennon, verður Friðarsúlan í Viðey tendruð í þriðja sinn. Yoko Ono kemur enn og aftur til landsins og býður ókeypis ferðir til Viðeyjar á föstudaginn og um næstu helgi. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sem hefjast kl. 22 á föstudagskvöld.

Dagskráin hefst hins vegar klukkan 20, þegar sýnt verður beint frá tendrun Friðarsúlunnar. Því næst verður sýnd myndin The Bed-In, um friðarbaráttu þeirra hjóna, og svo sýndar stiklur úr væntanlegri heimildarmynd Ara Alexanders Ergis um tilurð Friðarsúlunnar, Imagine Peace Tower.

Íslenska stórskotaliðið tekur þátt í minningartónleikunum. Þarna munu söngvarar eins og Krummi, KK, Egill Ólafsson, Páll Rósinkranz og Björgvin Halldórsson syngja lög úr söngbók Lennons, bæði Bítlalög og sólóefni. Yoko og Sean Lennon verða á svæðinu, svo Bítlaaðdáendur ættu ekki að missa af þessu kvöldi. Nú er bara að vona að fleiri hörmungar dynji ekki yfir þjóðina samfara Friðarsúlutendruninni, því fyrst logaði borgarstjórn og svo hrundi fjármálakerfið. Varla er þó við Yoko að sakast og hún hvetur fólk til að koma við í Naustinu í Viðey og skrifa á óskatré sitt.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.