Enski boltinn

Babel íhugar að fara frá Liverpool í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Babel í leik með Liverpool.
Ryan Babel í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Ryan Babel segir að hann vilji fara frá Liverpool í janúar ef honum tekst ekki í millitíðinni að tryggja sér sess í framtíðaráætlunum Rafa Benitez, knattspyrnustjóra.

Babel hefur ekki tekist að vinna sér fast sæti í byrjunarliði Liverpool og hann segir að viðræður við Benitez hafi borið lítinn árangur.

„Við höfum samþykkt að skoða mína stöðu í vetur og ef ástandið hefur ekki batnað þá vil ég fara eitthvað annað," er haft eftir Babel í The Sun í dag.

„Ég fæ ekki að spila mikið þannig að ég er ekki ánægður. En ég veit ekki hversu lengi ég get staðið í þessari baráttu um sæti í byrjunarliðinu."

Babel var þó í byrjunarliði Liverpool gegn Manchester City um helgina en meiddist í leiknum og missir því af leik Liverpool gegn Debrecen í Ungverjalandi i kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×