Enski boltinn

Wiley mun ekki lögsækja Ferguson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Wiley knattspyrnudómari.
Alan Wiley knattspyrnudómari. Nordic Photos / Getty Images

Alan Wiley knattspyrnudómari mun ekki lögsækja Alex Ferguson knattspyrnustjóra vegna ummæla hans eftir leik í ensku úrvalsdeildinni.

Ferguson sagði eftir leikinn að Wiley hefði ekki verið í nægilega góðu formi til að dæma leikinn. Hann baðst svo afsökunar á ummælum sínum en var dæmdur í bann og gert að greiða 20 þúsund pund í sekt.

„Ég hef ákveðið að ljúka þessu máli og halda áfram minni dómgæslu þó svo að ég hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með persónulega árás hans," sagði Wiley við enska fjölmiðla. Hann er 49 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×