Lögreglan var andvíg því að færa barn í hendur forsjálauss föður Karen Kjartansdóttir skrifar 24. nóvember 2009 18:38 Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira