Lögreglan var andvíg því að færa barn í hendur forsjálauss föður Karen Kjartansdóttir skrifar 24. nóvember 2009 18:38 Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fimm lögreglumenn þurfti til að aðstoða fulltrúa barnaverndar Reykjavíkur við að koma sjö ára telpu í hendur forsjárlauss föður síns en hann vildi hún alls ekki hitta. Lögreglan telur að hagmunir barnsins hafi ekki verið hafðir að leiðarljósi. Stúlkan þurfti læknishjálp eftir heimsóknina til föður síns. Réttur foreldra um að fá að umgangast börn sín virðist ganga fyrir rétti barna um öryggi. Ef marka má rannsókn lögfræðings á umgengnis- og forsjármálum undanfarinn áratug. Sem dæmi má nefna mál móður sem dæmd var forsjá yfir þremur stúlkum eftir að faðirinn játaði að hafa beitt hana og eitt barnanna ofbeldi. Sýslumaður mat það svo að taka yrði tillit til vilja tveggja eldri dætranna sem ekki vildu hitta föður sinni. Hins vegar hefði yngsta stúlkan, sem nú er sjö ára, ekki aldur til að ákveðað það sjálf og skyldi hún umgangast föðurinn. Við því varð móðirin ekki. Í sumar mættu svo fulltrúar frá Sýslumanni og Barnavernd ásamt tveimur lögreglumönnum á heimili móðurinnar. Erfiðlega gekk þó að koma stúlkunni til föður síns og voru þrír lögregluþjónar til viðbótar kallaðir út. Í skýrslu sem lögreglumennirnir fimm á vettvangi skrifuðu allir undir er aðförinni lýst svona: "Er við komum á vettvang heyrðum við mikinn grát og öskur, greinilegt var að eitthvað mikið gekk á." Lögreglumaður spurði stúlkuna hvers vegna hún vildi ekki fara með föður sínum, "sagði hún að hann væri vondur við sig, hann hefði slegið sig og hrist." Annar lögreglumaður ræddi þá við fulltrúa sýslumanns og sagði að sér þætti of langt gengið. Sýslumannsfulltrúinn svaraði því til að þeir einu sem gætu stöðvað þetta væru barnaverndarstarfsmenn. Lögreglumaður fór þá fram til barnaverndarstarfsmanna og spurði þá hvort þeir væru ekki þarna til að gæta hagsmuna barnanna." en fékk þau svör að "drífa þetta af" og "loka hin börnin inn í herbergjum sínum." Lögreglan svaraði því þá að þarna væri ekki verið að stjórna umferð. Móðirin dró þá dóttir sína fram á stigagang. Faðir barnanna tók þar við henni og fór með hana út í bifreið sína á meðan hin börn hans öskruðu ókvæðisorð á eftir honum. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur föðurins segir að hún telji starfsmenn barnaverndar hafa gert allt rétt hún sé ósamála lýsingum lögreglu á staðnum. Í læknisvottorði sem sent var sýslumanninum í Reykjavík eftir umgengni feðginanna kemur þetta hins vegar fram: "met ég ástandið alvarlegt og á þann veg að aðför nú hafi mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu barnsins." Hjá Barnvernd Reykjavíkur fengust þau svör að starfsmenn hennar hafi ekki haft heimild til að stöðva aðgerðina. Eftir atvikið hafi verið kallað eftir leiðbeiningum um framkvæmd mála sem þessa
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira