Plötusala dregst enn saman 7. janúar 2009 05:00 Átti vinsælasta lagið í Bretlandi Alexandra Burke átti jólasmellinn í ár, „Hallelujah“ eftir Leonard Cohen. Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry. Þegar rýnt er í sölutölur á plötum í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur margt athyglisvert í ljós. Sala á breiðskífum dregst saman í Bandaríkjunum um 14,4 prósent. Samtals seldust 428,4 milljónir breiðskífna miðað við 500,5 milljónir árið 2007. Plata Lil Wayne seldist í 2,88 milljónum eintaka og er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar Nielsen SoundScan hófust árið 1991 að söluhæsta plata ársins selst í minna en þremur milljónum eintaka. Plata Coldplay, sem er í öðru sæti, seldist í 2,15 milljónum eintaka. Sala á tónlist er að breytast í Bandaríkjunum. Sala á CD-diskum minnkar um 19,7 prósent á meðan sala á albúmum í niðurhali eykst um 5,4 prósent. Nú er diskasala 84 prósent af heildinni og niðurhal 15,4 prósent. Það sem vantar upp á, 0,6 prósentin, er sala á vínyl-plötum. Samtals seldust 1,8 milljónir albúma á vínyl. Þetta er mesta sala á gamla góða vínylnum síðan mælingar hófust.Lil Wayne Mest selda platan í Bandaríkjunum.Sala á breiðskífum dróst saman um fimm prósent í Bretlandi. Söngkonan Duffy, sem var óþekkt í ársbyrjun, seldi mest, 1,7 milljónir eintaka af plötu sinni Rockferry. Þótt sala á breiðskífum drægist saman í Bretlandi, eykst sala á lögum, þökk sé auknu niðurhali. Bretar eru mjög hrifnir af X-factor stjörnunum sínum. Alexandra Burke á söluhæsta lag ársins. Hennar útgáfa af Leonard Cohen-laginu „Hallelujah" seldist í 880 þúsund eintökum á tveimur vikum fyrir jól. Næstmest selda lag ársins í Bretland er „Hero" með krökkunum sem komust í úrslit X-factor. Það lag seldist í 751 þúsund eintökum. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Niðurstaða liggur fyrir um mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðasta ári. Í Ameríku er plata rapparans Lil Wayne, Tha Carter III, sú mest selda, en velska söngkonan Duffy seldi mest í Bretlandi, af plötunni Rockferry. Þegar rýnt er í sölutölur á plötum í Bretlandi og Bandaríkjunum kemur margt athyglisvert í ljós. Sala á breiðskífum dregst saman í Bandaríkjunum um 14,4 prósent. Samtals seldust 428,4 milljónir breiðskífna miðað við 500,5 milljónir árið 2007. Plata Lil Wayne seldist í 2,88 milljónum eintaka og er þetta í fyrsta skipti síðan mælingar Nielsen SoundScan hófust árið 1991 að söluhæsta plata ársins selst í minna en þremur milljónum eintaka. Plata Coldplay, sem er í öðru sæti, seldist í 2,15 milljónum eintaka. Sala á tónlist er að breytast í Bandaríkjunum. Sala á CD-diskum minnkar um 19,7 prósent á meðan sala á albúmum í niðurhali eykst um 5,4 prósent. Nú er diskasala 84 prósent af heildinni og niðurhal 15,4 prósent. Það sem vantar upp á, 0,6 prósentin, er sala á vínyl-plötum. Samtals seldust 1,8 milljónir albúma á vínyl. Þetta er mesta sala á gamla góða vínylnum síðan mælingar hófust.Lil Wayne Mest selda platan í Bandaríkjunum.Sala á breiðskífum dróst saman um fimm prósent í Bretlandi. Söngkonan Duffy, sem var óþekkt í ársbyrjun, seldi mest, 1,7 milljónir eintaka af plötu sinni Rockferry. Þótt sala á breiðskífum drægist saman í Bretlandi, eykst sala á lögum, þökk sé auknu niðurhali. Bretar eru mjög hrifnir af X-factor stjörnunum sínum. Alexandra Burke á söluhæsta lag ársins. Hennar útgáfa af Leonard Cohen-laginu „Hallelujah" seldist í 880 þúsund eintökum á tveimur vikum fyrir jól. Næstmest selda lag ársins í Bretland er „Hero" með krökkunum sem komust í úrslit X-factor. Það lag seldist í 751 þúsund eintökum. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira