Svissneskir bankastjórar settir í farbann 27. mars 2009 13:25 Töluverður fjöldi svissneskra banka hafa nú sett bankastjóra sína í farbann. Mega þeir ekki einu sinni ferðast til nágrannalanda á borð við Frakkland og Þýskaland. Ástæðan fyrir farbanninu er ótti um að bankastjórarnir verði kyrrsettir erlendis vegna hlutdeildar bankanna í skattsvikum og öðru ólöglegu athæfi. Financial Times fjallar um málið og þar segir að stöðugt fleiri einkabankar í Sviss, einkum í Genf, hafi sett bankastjóra sín í farbann. Óttinn við kyrrsetningu er ekki ástæðulaus. Nefna má að nýlega var einn af bankastjórum UBS kyrrsettur af bandarískum yfirvöldum þar í landi. Grunur lék á að bankinn hefði aðstoðað fjölda Bandaríkjamanna við skattsvik. Bankastjórinn var ekki leystur úr haldi fyrr en UBS hafði fallist á að greiða 800 milljónir dollara í sekt. Svissneskur bankamaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir í samtali við Financial Times að ef hann ferðist til Þýskalands í dag eigi hann á hættu að verða handtekinn þar af tollyfirvöldum. Hið sama gildi um lönd á borð við Bandaríkin. „Ef ég þarf að ferðast til Bandaríkjanna hugsa ég mig um tvisvar áður en ég legg af stað," segir hann. Og þessi bankamaður bætir því við að menn séu jafnvel hættir að ferðast til Frakklands. „Staðan er nú sú að við höldum okkur bara alfarið heima í Genf," segir þessi bankamaður. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Töluverður fjöldi svissneskra banka hafa nú sett bankastjóra sína í farbann. Mega þeir ekki einu sinni ferðast til nágrannalanda á borð við Frakkland og Þýskaland. Ástæðan fyrir farbanninu er ótti um að bankastjórarnir verði kyrrsettir erlendis vegna hlutdeildar bankanna í skattsvikum og öðru ólöglegu athæfi. Financial Times fjallar um málið og þar segir að stöðugt fleiri einkabankar í Sviss, einkum í Genf, hafi sett bankastjóra sín í farbann. Óttinn við kyrrsetningu er ekki ástæðulaus. Nefna má að nýlega var einn af bankastjórum UBS kyrrsettur af bandarískum yfirvöldum þar í landi. Grunur lék á að bankinn hefði aðstoðað fjölda Bandaríkjamanna við skattsvik. Bankastjórinn var ekki leystur úr haldi fyrr en UBS hafði fallist á að greiða 800 milljónir dollara í sekt. Svissneskur bankamaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir í samtali við Financial Times að ef hann ferðist til Þýskalands í dag eigi hann á hættu að verða handtekinn þar af tollyfirvöldum. Hið sama gildi um lönd á borð við Bandaríkin. „Ef ég þarf að ferðast til Bandaríkjanna hugsa ég mig um tvisvar áður en ég legg af stað," segir hann. Og þessi bankamaður bætir því við að menn séu jafnvel hættir að ferðast til Frakklands. „Staðan er nú sú að við höldum okkur bara alfarið heima í Genf," segir þessi bankamaður.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira