Vettel: Berjumst til þrautar í stigamótinu 21. júní 2009 21:21 Vettel vann sinn annan sigur á árinu á Silverstone í dag. Sigurvegari mótsins á Silverstone, Sebastian Vettel telur að Jenson Button sé í sterkri stöðu í stigamótinu, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur unnið sannfærandi sigur í dag. Átta mótum er lokið og níu mót eftir, þannig að 90 stig eru í pottinum fyrir sigur. Button er með 64 stig, Barrichello 42 og Vettel 39, en Webber 35.5. Þetta eru kapparnir sem slást um titilinn í ár, ef marka má úrslit í fyrri mótum. "Button hefur verið sterkur í öllum átta mótunum og á skilið að vera efstur, ef við ráðum í stöðuna. Hann er með gott forskot, en við erum að gera okkar besta og við verðum að nota hvert færi sem gefst til að skáka honum. Við leggjum mjög mikið á okkur og viljum vinna. Það er eina leiðin og ég veit það verður ekki auðvelt verk. En það eru 9 mót eftir og allt getur gerst", sagði Vettel. "Ég keppi á heimavelli á Nurburgring næst, sem gæti hjálpað. Ég vonast til að endurtaka leikinn og það er okkar markmið", sagði Vettel, sem náði besta tíma í tímatökum, besta tíma í einstökum hring og vann kappaksturinn af öryggi. Red Bull endurbætti bílinn fyrir Silverstone mótið og hefur slegið Brawn liðið útaf laginu um helgina. Heimavöllurinn var Button ekki happadrjúgur og spurning hvort heimavöllur reynist honum betur eður ei. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sigurvegari mótsins á Silverstone, Sebastian Vettel telur að Jenson Button sé í sterkri stöðu í stigamótinu, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur unnið sannfærandi sigur í dag. Átta mótum er lokið og níu mót eftir, þannig að 90 stig eru í pottinum fyrir sigur. Button er með 64 stig, Barrichello 42 og Vettel 39, en Webber 35.5. Þetta eru kapparnir sem slást um titilinn í ár, ef marka má úrslit í fyrri mótum. "Button hefur verið sterkur í öllum átta mótunum og á skilið að vera efstur, ef við ráðum í stöðuna. Hann er með gott forskot, en við erum að gera okkar besta og við verðum að nota hvert færi sem gefst til að skáka honum. Við leggjum mjög mikið á okkur og viljum vinna. Það er eina leiðin og ég veit það verður ekki auðvelt verk. En það eru 9 mót eftir og allt getur gerst", sagði Vettel. "Ég keppi á heimavelli á Nurburgring næst, sem gæti hjálpað. Ég vonast til að endurtaka leikinn og það er okkar markmið", sagði Vettel, sem náði besta tíma í tímatökum, besta tíma í einstökum hring og vann kappaksturinn af öryggi. Red Bull endurbætti bílinn fyrir Silverstone mótið og hefur slegið Brawn liðið útaf laginu um helgina. Heimavöllurinn var Button ekki happadrjúgur og spurning hvort heimavöllur reynist honum betur eður ei.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira