Viðskipti erlent

Dolce & Gabbana lækkar vöruverð sín um 10-20%

Ítalska lúxustískuhúsið Dolce & Gabbana hefur ákveðið að lækka verðin á vörum sínum um 10-20%. Er þetta gert til að mæta samdrættinum sem orðið hefur hjá tískuhúsinu í fjármálakreppunni.

Samkvæmt frétt í The New York Times um málið er ástæðan fyrir þessu einnig sú að Dolce & Gabbana vill koma í veg fyrir að þurfa að segja upp starfsfólki sínu en það telur um 3.000 manns á heimsvísu þessa stundina.

Tískuhúsið er þekkt fyrir lúxusvörur á borð við föt, skó, sólgleraugu og farsíma.

Samkvæmt fréttinni er Dolce & Gabbana fyrsta alþjóðlega tískuhúsið sem grípur til þess ráðs að lækka vöruverð sín. Önnur tískuhús hafa ekki gripið til þessa og sagt upp fólki í staðinn. Hinsvegar megi reikna með að önnur tískuhús fylgi í kjölfar Dolce & Gabbana hvað vöruverðið varðar.

„Markmið okkar er að koma til móts við viðskiptavini okkar og að halda þeim þúsundum sem vinna fyrir okkur í starfi," segir Domenico Dolce í samtali við The New York Times.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×