Button býst við spennandi endasprett 28. október 2009 08:32 Jenson Button býst við háspennu á nýrri braut í Abu Dhabi. mynd: kappakstur.is Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni. "Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button. "Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button. Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni. "Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button. "Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button. Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira