OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum 3. september 2009 12:11 OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að OECD birti í morgun uppfærða spá um hagþróun á seinni hluta ársins í hinum svokölluðu G-7 löndum, þ.e. Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Bretlandi og Kanada. Telur stofnunin að hagvöxtur verði á þriðja ársfjórðungi alls staðar nema í Ítalíu, Bretlandi og Kanada, og hvarvetna að Japan undanskildu á síðasta fjórðungi ársins. Á heildina litið mun vöxtur taka við af samdrætti meðal G-7 landa á seinni hluta ársins. OECD telur þó eftir sem áður að samdráttur muni mælast í landsframleiðslu hjá öllum G-7 löndunum þegar yfirstandandi ár er borið saman við árið 2008. Samdrátturinn verður að mati stofnunarinnar minnstur í Frakklandi, 2,1%, en mestur í Japan, 5,6%. Spáin fyrir Japan er þó töluvert bjartsýnni nú en í júní, þegar OECD spáði 6,8% samdrætti í landinu á milli ára. Í Bandaríkjunum er eftir sem áður spáð 2,8% samdrætti á árinu í heild, en spáin fyrir evrusvæði gerir nú ráð fyrir 3,9% samdrætti í stað 4,8% samdráttar í júníspánni. Það er aðeins í tilfelli Bretlands sem stofnunin er svartsýnni nú en hún var í júní, en þar er nú spáð 4,7% samdrætti á árinu í stað 4,3% samdráttar áður. Skánandi hagvaxtarhorfur hjá stóru iðnríkjunum hljóta að vera jákvæð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið. Batinn í íslensku efnahagslífi er mjög háður því að hjól hins alþjóðlega efnahagslífs taki að snúast að nýju eftir heimskreppuna sem dundi yfir á síðasta ári. Taki vöxtur við sér meðal iðnríkja heims skilar það sér fljótt í meiri eftirspurn eftir okkar helstu útflutningsvörum og væntanlega einnig í auknum ferðamannastraumi til Íslands. Sér í lagi skiptir Íslendinga miklu að evrusvæðið taki að rétta úr kútnum, enda er u.þ.b. 60% af vöruútflutningi okkar til svæðisins og umtalsverður hluti ferðamannastraums hingað til lands er upprunninn þaðan. Þann skugga ber þó á að horfur í einu af okkar helstu viðskiptalöndum, Bretlandi, eru enn að versna ef marka má spá OECD.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira