Körfubolti

Lamar Odom verður áfram hjá Lakers eftir allt saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamar Odom var mikilvægur hlekkur í meistaraliði Lakers.
Lamar Odom var mikilvægur hlekkur í meistaraliði Lakers. Mynd/AFP
Það leit allt út fyrir að Lamar Odom væri að yfirgefa meistaralið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta en af því varð ekki því odom náði samkomulagi við Lakers um að spila áfram með liðinu. Það er talað um að hann hafi gert þriggja ára samning með möguleika á fjórða árinu.

Mikið var skrifað um að Miami Heat væri að daðra við Odom sem var ekki sáttur við fyrstu samningtilboð Lakers-liðsins. Dwyane Wade kom meira að segja opinberlega fram og bað odom um að koma til sín í Miami.

Odom er búinn að spila tíu tímabil í NBA-deildinni og var með 12,3 stig og 9.1 frákast að meðaltali í leik í úrslitakeppninni í ár. Hann skilaði mikilvægu hlutverki sem sjötti maður og flestir voru á því að brotthvarf hans myndi veikja Lakers-liðið mikið.

Nú er ljóst að Kobe Bryant, Pau Gasol, Derek Fisher og Odom verða allir með meisturunum á næsta tímabili auk þess að Lakers er búið að fá til sín Ron Artest. Þá ætti Andrew Bynum loksins að vera laus við meiðslin sem hafa hrjáð hann í tvö tímabil. Með þessu er ljóst að meistararnir verða sigurstranglegir á næsta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×