Strákarnir í 17 ára landsliðinu unnu góðan 4-1 sigur á Finnum í lokaumferð riðakeppni opna Norðurlandamótsins sem fram fer er í Þrándheimi. Öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik.
Kristján Gauti Emilsson skoraði tvö mörk í leiknum og þeir Emil Pálsson og Arnar Bragi Bergsson skoruðu hin mörkin. Íslensku strákarnir unnu 2-0 sigur á Svíum í gær.
Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti riðilsins á eftir Skotum sem gerðu markalaust jafntefli við Svía í dag. Íslendingar leika því um þriðja sætið á mótinu á sunnudaginn.