Lífið

Dætur og mæður elska New Moon

new moon Kirsten Stewart og Robert Pattinson fara með aðalhlutverkin í The Twilight Saga: New Moon,
new moon Kirsten Stewart og Robert Pattinson fara með aðalhlutverkin í The Twilight Saga: New Moon,

Um fimm til sex þúsund manns sáu kvikmyndina The Twilight: New Moon á fyrstu tveimur sýningardögunum hérlendis.

Síðan myndin var frumsýnd á miðvikudag hefur verið uppselt á flestar sýningar og stefnir hún óðfluga í að verða vinsælli en sú fyrri í seríunni, Twilight. Alls sáu tæplega sextán þúsund manns þá mynd hér á landi. Mikill meirihluti áhorfenda hefur verið konur, sem kemur ekki á óvart miðað við gríðarlegan áhuga kvenna á hinum samnefndu bókum eftir Stephenie Meyer. Þær hafa einmitt selst í yfir tíu þúsund eintökum hérlendis.

The Twilight Saga: New Moon hefur einnig farið vel af stað vestanhafs og því hefur verið spáð að hún skili um 350 milljónum dollara í kassann á sinni fyrstu viku. Það yrði sérlega góður árangur því fyrri myndin, Twilight, þénaði „aðeins" 384 milljónir dollara allan tímann sem hún var sýnd.

New Moon fjallar um ástarsamband Bellu og vampírunnar Edwards Cullen. Vampíra reynir að ráðast á Bellu eftir að hún sker sig í afmælisboði og flækir það hlutina talsvert. Cullen-fjölskyldan tekur síðan þá ákvörðun að slíta öllu sambandi við hana, þar á meðal Edward. Alveg miður sín leitar Bella á náðir nágranna síns Jacob. Með aðalhlutverk í myndinni fara Kristen Stewart, Robert Pattinson, Taylor Lautner og Ashley Greene.

Þriðja myndin í Twilight-seríunni, Eclipse, verður heimsfrumsýnd á Íslandi 30. júní á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.