Handbolti

Tæplega tíu þúsund notendur fylgdust með HSÍ TV á netinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
5287 fylgdust með á HSÍ TV þegar Einar Örn Jónsson og félagar í Haukum unnu Fram.
5287 fylgdust með á HSÍ TV þegar Einar Örn Jónsson og félagar í Haukum unnu Fram. Mynd/Anton

HSÍ TV hefur slegið í gegn í úrslitakeppni N1 deildar karla eins og áhorfsmælingar bera vitnisburð um en heimasíða HSÍ birti í dag yfirlit yfir hve margir fylgdust með leikjunum í gærkvöldi þegar Haukar og HK tryggðu sér bæði oddaleik á fimmtudaginn.

Samkvæmt frétt á hsi.is þá fylgdust 5287 notendur með leik Fram og Hauka og 4524 fylgdust með leik HK og Vals. Snorri Sturluson lýsti leiknum í Safamýri en Valtýr Björn Valtýsson stjórnaði umferðinni í Digranesi. Báðir tóku þeir góða menn í viðtöl fyrir og eftir leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×