Ísland frjálst undan hryðjuverkalögum fyrir þjóðhátíð Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2009 10:01 Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Hryðjuverkalögum Breta gegn Íslendingum og frystingu eigna Landsbankans í Bretlandi verða aflétt eftir hálfan mánuð, samkvæmt samkomulagi íslensku samninganefndarinnar vegna Icesave við Breta og Hollendinga. Samningaviðræðum lauk um miðnætti í nótt. Búist er við að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra boði til fréttamannafundar jafnvel fyrir hádegi í dag, til að kynna niðurstöðu samninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur breska fjármálaráðuneytið nú þegar sett afnám hryðjuverkalaganna í feril, en það mun taka um hálfan mánuð að taka gildi. Miðað er við að lögin falli úr gildi hinn 15. júní næst komandi og þann sama dag verður losað um frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi. Íslendingar ábyrgjast allt að 640 milljarða íslenskra króna vegna samningsins. Í Bretlandi er skuldbindingin 2,2 milljarðar punda, en vegna Icesave reikninganna í Hollandi er skuldbindingin 1,2 milljarðar evra. Með samkomulaginu ábyrgist Tryggingasjóður innistæðueigenda innistæður upp að því lágmarki sem tilskipun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir. Bresk og hollensk stjórnvöld ákváðu hins vegar á sínum tíma að tryggja löndum sínum 100 prósent af innistæðum þeirra, og því mun breska ríkið greiða 2,4 milljarða punda vegna Icesave og hollenska ríkið hálfa milljón evra. Ríkin tvö verða því fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni vegna Icesave. Það verður Tryggingasjóður innistæðueigenda sem gefur út skuldabréf fyrir skuldbindingum Íslendinga en ríkissjóður er í ábyrgð fyrir sjóðnum. Engin krafa er um afborganir né greiðslu vaxta á skuldina fyrstu sjö árin. Hins vegar er stefnt að því að greiða eins hratt inn á skuldina á þessum sjö árum til minnka vaxtabyrði sem leggst á skuldina að sjö árum liðnum. En þá tekur við átta ára tímabil til greiðslu eftirstöðva. Í samkomulaginu er gengið út frá að 75 prósent af eignum Landsbankans innheimtist, þótt Landsbankinn sjálfur gangi út frá að 85 prósent eigna inniheimtist og breskt endurskoðunarfyrirtæki reiknar með að 95 prósent eigna bankans skili sér.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira