Enski boltinn

Hiddink til í að snúa aftur til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink, stjóri Chelsea.
Guus Hiddink, stjóri Chelsea. Nordic Photos / AFP

Guus Hiddink segir í samtali við enska fjölmiðla í dag að hann myndi gjarnan vilja snúa aftur til Chelsea.

Hiddink stýrði Chelsea undir lok tímabilsins í fyrra en hann er landsliðsþjálfari Rússa sem mistókst að tryggja sér sæti á HM í Suður-Afríku. Framtíð hans er því óráðin eins og er.

Hiddink mun standa til boða að koma til starfa hjá PSV Eindhoven í heimalandinu en hann er sagður viljugur til að taka sér frí frá þjálfun.

„Ég hefði áhuga á að starfa sem yfirmaður íþróttamála," sagði Hiddink. „Ég er ekki að yngjast og því verður það sífellt flóknara að þurfa að vinna á hverjum degi."

„Á hinn bóginn hefur þetta starf heilmikið með málefni liðsins að gera. Í því hefur maður eitthvað að segja um liðstaktík og þróun félagsins til lengri tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×