Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn 25. nóvember 2009 12:43 Þorbjörg Helga, formaður leikskólaráðs sem nú er í fæðingarorlofi, óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Mynd/GVA BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við skerðinguna og segir þetta skref afturábak í jafnréttismálum. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. „Þetta er þriðja atlagan að þessum réttindum á einu ári. Okkur þykir nóg til komið. Þetta er til þess gert að takmarka möguleika ferða á að taka sitt orlof og vinnur þannig gegn lögum um fæðingarorlof þar sem fyrirheitin eru stuðla að jafnri þátttöku foreldra í uppeldi barna og tryggja jafna stöðu á vinnumarkaði. Þannig að okkur þykir þetta vera skref afturábak," segir Guðlaug. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og formaður leikskólaráðs í fæðingarorlofi, óttast að kostnaður færist yfir á sveitarfélögin. „Það er augljóst að það færist aukinn kostnaður við þjónustu við þessi yngstu börn yfir á sveitarfélögin því það er líklegt að foreldrar fari fyrr að vinna þegar fæðingarorlofsgreiðslunnar lækka svona," segir borgarfulltrúinn. „Það fer aukinn þrýstingur á sveitarfélögin að þjónusta þessi yngstu börn sem þurfa að jafnaði frekar dýr úrræði. Það sem er svo alvarlegt í þessu er að ríkið er að spara á einum stað en lendir á öðrum aðila. Það eru ekki nógu góð vinnubrögð," segir Þorbjörg. Þá hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Félagið segir mikilvægt að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Tengdar fréttir Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við skerðinguna og segir þetta skref afturábak í jafnréttismálum. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. „Þetta er þriðja atlagan að þessum réttindum á einu ári. Okkur þykir nóg til komið. Þetta er til þess gert að takmarka möguleika ferða á að taka sitt orlof og vinnur þannig gegn lögum um fæðingarorlof þar sem fyrirheitin eru stuðla að jafnri þátttöku foreldra í uppeldi barna og tryggja jafna stöðu á vinnumarkaði. Þannig að okkur þykir þetta vera skref afturábak," segir Guðlaug. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og formaður leikskólaráðs í fæðingarorlofi, óttast að kostnaður færist yfir á sveitarfélögin. „Það er augljóst að það færist aukinn kostnaður við þjónustu við þessi yngstu börn yfir á sveitarfélögin því það er líklegt að foreldrar fari fyrr að vinna þegar fæðingarorlofsgreiðslunnar lækka svona," segir borgarfulltrúinn. „Það fer aukinn þrýstingur á sveitarfélögin að þjónusta þessi yngstu börn sem þurfa að jafnaði frekar dýr úrræði. Það sem er svo alvarlegt í þessu er að ríkið er að spara á einum stað en lendir á öðrum aðila. Það eru ekki nógu góð vinnubrögð," segir Þorbjörg. Þá hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Félagið segir mikilvægt að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf.
Tengdar fréttir Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55
BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35