Fjórir þjálfarar munu á morgun velja stjörnuliðin í Iceland Express deildum karla og kvenna og gera það undir mikill pressu, bæði tímapressu sem og að vera í beinni útsendingu á netinu. Líkt og oft áður verða það þjálfarar tveggja efstu liða deildanna sem fá að stjórna liðunum í Stjörnuleiknum sem fer að þessu sinni fram í Dalhúsum Grafarvogi 12. desember næstkomandi.
Þjálfarar kvennaliðanna eru Benedikt Guðmundson þjálfari KR sem stjórnar Iceland Express-liðinu og Ágúst Björgvinsson úr Hamri stjórnar Shell-liðinu. Iceland Express-liði karla stjórnar Njarðvíkingurinn Sigurður Ingumundarson og Guðjón Skúlason þjálfari Keflvíkinga stjórnar Shell-liðinu.
Þjálfararnir munu velja leikmenn liðanna í beinni útsendingu á Sporttv.is á morgun fimmtudag. Valið á kvennaliðunum hefst kl. 14:00 og karlaliðunum kl. 14:30.
Valið fer þannig fram að þjálfararnir velja til skiptis einn leikmann í einu og svo þannig koll af kolli þangað til að liðin verða fullskipuð. Hver þjálfari fær sex mínútur í heildina fyrir valið á sínu liði, skákklukka verður á staðnum sem þjálfararnir munu notast við. Þannig að mögulega eiga þeir nægan tíma þegar kemur að því að velja síðustu leikmennina eða verða í tímahraki sem verður að teljast líklegra.
Fjórir þjálfarar velja stjörnuliðin í beinni á Sporttv
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
