Fótbolti

Sænski dómarinn íhugaði að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Hansson dæmir markið umdeilda gilt.
Martin Hansson dæmir markið umdeilda gilt. Nordic Photos / AFP

Martin Hansson, sænski dómarinn sem dæmdi leik Frakka og Íra í undankeppni HM 2010, segir að hann hafi íhugað að hætta dómgæslu eftir leikinn.

Markið sem réði úrslitum í leiknum og kom Frökkum á HM á kostnað Íra var ólöglegt þar sem að Thierry Henry handlék boltann áður en hann lagði upp sigurmark William Gallas.

Það sá Hansson hins vegar ekki og dæmdi markið gott og gilt þrátt fyrir kröftug mótmæli írsku leikmannanna.

Í kjölfarið varð mikið fjölmiðlafár og fengu bæði þeir Thierry Henry og Hansson að heyra það óþvegið úr öllum heimshornum.

„Ég hugsaði með mér hvort þetta væri virkilega þess virði," sagði Hansson í samtali við sænska fjölmiðla í dag. „Kannski er þetta ekki fyrir mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×