Íslenski boltinn

Soffía kemur inn í EM-hópinn fyrir Hörpu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Soffía Gunnarsdóttir hefur staðið sig vel með Stjörnunni í sumar.
Soffía Gunnarsdóttir hefur staðið sig vel með Stjörnunni í sumar. Mynd/Stefán

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert eina breytingu á undirbúningshópi sínum fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi síðar í sumar.

Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni hefur verið kölluð inn í hópinn í staðinn fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur úr Breiðablik sem fótbrotnaði í undanúrslitaleiknum í VISA-bikarnum gegn Fylki í gær.

Soffía Arnþrúður hefur átt mjög gott sumar fyrir Stjörnuna og valið kemur því ekkert á óvart.

Þá verður landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttur úr Val frá vegna meiðsla í 4-5 vikur en hún úlnliðsbrotnaði í leiknum gegn Stjörnunni í gær en ekki verður kallaður inn nýr leikmaður í 40 manna hópnum í hennar stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×