Formúla 1

Neyðaraðgerð bjargaði lífi Massa

Samstarfsmenn Massa senda honum kveðjur á mótinu á sunnudaginn.
Samstarfsmenn Massa senda honum kveðjur á mótinu á sunnudaginn. mynd: kappakstur.is
Brasilíumaðurinn Felipe Massa hefur verið vakinn úr dái, en honum hefur verið haldið meira og minna sofandi síðan hann lenti í óhappi í tímatökum í Búdapest á laugardag. Sérstakur blaðamannafundur var haldin á AEK spítalanum í Búdapest í kvöld.

"Massa hefur skánað síðustu 24 tíma og líðan hans er stöðug. Við tókum hann úr öndunarvél og hættum að svæfa hann milli vakninga. Hann er syfjaður, en svaraði spurningum og gat hreyft hendur og fætur eftir leiðbeiningum. Massa er hitalaus og við höfum trú á því að hann jafni sig betur á næstu dögum", sagði Zsiros, læknir á AEK spítalanum í Búdapest.

Enn er óljóst hvort Massa varð fyrir augnskaða, þar sem bólgur og mar hafa hamlað því að hann gæti opnað vinstra augað almennilega. Læknar segja að neyðaraðgerð á laugardag hafi bjargað lífi Massa eftir óhappið.

Sjá nánar um ástand Massa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×