Styrkjamál Sjálfstæðisflokksins í hnotskurn 16. apríl 2009 22:33 Valhöll Þann 7.apríl sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að FL Group hefði styrkt Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna, aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem var nokkuð klaufaleg fyrir flokkinn og tímasetningin var ekki sem best, þar sem einungis átján dagar voru í kosningar. Framkvæmdarstjóri flokksins sagði af sér og formaður flokksins tilkynnti síðar að styrkurinn yrði endurgreiddur, auk 25 milljóna króna styrks sem flokkurinn fékk frá Landsbankanum. Fyrrverandi formaður flokksins tók á sig alla ábyrgð, en ýmsir þar á meðal Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður, blönduðustu í málið. Hér að neðan má sjá samantekt af málinu. Líkt og fyrr segir var fyrst sagt frá styrk FL Group í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 7.apríl. Í fréttinni kom fram að styrkurinn hefði borist flokknum þann 29.desember árið 2006, örfáum dögum áður en lögum um hámarksframlag til stjórnmálaflokka var breytt. Hannes Smárason þáverandi forstjóri FL Group gaf vilyrði fyrir styrknum en ekki var vitað hver það var sem tók við styrknum fyrir hönd flokksins. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn hefði ekki frekar en aðrir flokkar verið með opið bókhald fyrir þann tíma. Flokkurinn hygðist að svo stöddu ekki tjá sig um einstök fjárframlög til flokksins sem áttu sér stað fyrir setningu laganna. Kjartan Gunnarsson, einn helsti bandamaður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, starfaði við hlið framkvæmdastjóra flokksins, Andra Óttarssyni á þessum tíma.Enginn vissi um styrkinn Síðar sama kvöld tjáði Sigurður Lindal lagaprófessor sig um málið sem hann sagði siðferðislega ámælisvert. Stoðir, áður FL-Group, sögðu upplýsingarnar ekki frá sér komnar auk þess sem fyrrum ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Björn Bjarnason sögðust ekki hafa haft hugmynd um þennan rausnarlega styrk félagsins til flokksins. Björn sagðist hafa aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu, hefði hann haft pata af henni og væri þetta rétt. Í hádeginu daginn eftir var sagt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sjálfur haft frumkvæði að því að biðja um styrkinn frá FL Group en ekki var vitað hverjir það voru innan flokksins sem stóðu að því. Forystumenn flokksins virtust koma af fjöllum. Þorgeir Baldursson fyrrum formaður fjármálaráðs flokksins sagðist hafa látið af störfum fyrir þann tíma sem styrkurinn kom í hús og sagðist aldrei á sínum ferli hafa heyrt um fjárhæð sem þessa. Í sama streng tók Vilhjálmur Egilsson sem nú gegnir formennsku í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi tekið við eftir að styrkurinn var veittur og Andri Óttarsson framkvæmdarstjóri væri bestur til þess að svara fyrir styrkinn. Erfitt reyndist að ná í Andra sem virtist vera upptekinn við fundarsetu í Valhöll þennan sama daga. Bolli Kristinsson, gjarnan kenndur við Sautján, sat í fjármálaráði flokksins í um tuttugu ár. Hann sagðist í samtali við fréttastofu aldrei hafa heyrt um styrki sem þessa og neitaði að trúa því að Kjartan Gunnarsson hefði samþykkt styrk sem þennan, það væri í andstöðu við þær reglur sem hann boðaðið á meðan hann gegndi starfi framkvæmdarstjóra. Heimildir fréttastofu innan úr flokknum hermdu að málið væri nú í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Bjarna Benediktssonar en miðstjórn flokksins tók málið fyrir á fundi sínum fyrr um daginn. Það reyndist síðar rétt þar sem Þorgerður og Bjarni mættu ekki á þingflokksfund flokksins klukkan fjögur. Þau funduðu um málið og reyndu að ná lendingu sem fyrst, þar sem Bjarni átti að mæta á opinn Borgarafund í Ríkissjónvarpinu þá um kvöldið. Kjartan Gunnarsson sagðist ekkert vita um styrkinn og Guðlaugur Þór Þórðarson var dreginn fram í dagsljósið. Hann sagðist hinsvegar ekkert hafa með fjármál flokksins að gera og á þessum tíma hefði hann legið á sjúkrahúsi, eins og alþjóð vissi. Árið 2006, þegar styrkurinn var veittur, var Guðlaugur Þór formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur en FL Group í félagi við Glitni og verkfræðistofuna VKG-Hönnun, stofnuðu Geysi Green Energy í byrjun árs 2007, sem ætlað var að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víða um heim. Leiddar voru að því líkur að styrkurinn gæti tengst þessum áætlunum. Guðlaugur hinsvegar neitaði alfarið, og málið var enn í höndum flokksforystunnar.Geir H. Haarde tekur alla ábyrgð Geir H. Haarde fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var á þessum tíma í krabbameinsmeðferð í Amsterdam í Hollandi. Rétt fyrir kvöldfréttir barst hinsvegar yfirlýsing frá Geir þar sem hann tók alla ábyrgð á málinu. Hann sagði að með sinni vitund og vilja hafi á þessum tíma verið ráðist í mikið átak til að rétta við fjárhag flokksins, í samræmi við þær reglur um fjármál stjórnmálaflokka sem þá var unnið eftir. Komu þar fjölmargir að verki. Hann sagði ábyrgðina alla vera sína og framkvæmdarstjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bæru þar enga ábyrgð. Ábyrgð Geirs jókst þó til muna sjö mínútum eftir að tilkynningin var send út því þá kom sama tilkynning aftur, með einni auka setningu þó. „Sama er að segja um hátt framlag frá Landsbanka Íslands frá sama tíma." Í ljós kom að Landsbankinn hafði einnig styrkt flokkinn ríflega um svipað leyti, eða um 25 milljónir króna. Bankaráð Landsbankans sagðist ekki hafa samþykkt umræddan styrk og Bjarni Benediktsson sagði FL styrkinn á engan hátt tengjast REI-málinu.Kveikti í andstæðingum Daginn eftir fór að færast enn meira fjör í leikinn þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fóru að tjá sig um styrkina, sem nú skyndilega voru orðnir tveir. Steingrímur J. Sigfússon var harðorður og sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa svikið hina flokkana. „Ég hafði satt best að segja ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug að þá færu einhverjir flokkar þannig að, að þeir sæktu sér milljónatugi til fyrirtækja á laun rétt fyrir áramót og þægju svo eftir áramótin hækkaðan ríkisstyrk," sagði Steingrímur. Allir fjölmiðlar landsins voru komnir á bóla kaf í málið og kaffistofur bæjarins kepptust við að ræða málið. Nú voru sextán dagar í kosningar. Morgunblaðið fullyrti í grein sinni um málið að Guðlaugur Þór Þórðarson hefði haft forgöngu um að útvega flokknum styrki í árslok 2006. Honum hafi þó ekki verið kunnugt um upphæðina. Guðlaugur hefði boðið Anda Óttarssyni þá nýjum framkvæmdastjóra flokksins að hafa milligöngu um styrki frá um 10 fyrirtækjum, sem hvert um sig myndi leggja til um þrjár milljónir króna þannig að undir forystu FL-Group fengjust um 30 milljónir króna í flokkssjóðinn. Þetta stangaðist á við fyrri orð þingmannsins í málinu, en hann hafði setið í í nefnd sem fjallaði um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka sem Kjartan Gunnarsson veitti forystu.Styrkirnir endurgreiddir Bjarni Benediktsson formaður flokksins lýsti því yfir að styrkirnir yrðu endurgreiddir. Hann sagðist sár og svekktur vegna málsins en hann léti það ekki buga sig. Daginn eftir barst síðan yfirlýsing frá Andra Óttarssyni framkvæmdarstjóra flokksins þar sem fram kom að hann ætlaði að láta af störfum. Hann tók þó skýrt fram að hann hefði ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. Nú voru fimmtán dagar í kosningar og enginn vissi hver sóttist eftir styrkjunum. Bjarni og Þorgerður funduðu þennan dag með Guðlaugi Þór Þórðarsyni um málið. Einnig kom í ljós að Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans tók einn ákvörðun um að styrkja flokkinn um tuttugu og fimm milljónir króna. Siðfræðingur sagði sig úr sambandi ungra sjálfstæðismanna og hverfafélögin í Reykjavík kepptust við að lýsa yfir stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson. Sjálfstæðismenn birtu á heimasíðu sinni lista yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn um meira en eina milljón á árinu 2006. Um níu fyrirtæki er að ræða sem greiddu samtals rétt tæpa 81 milljón í styrki. Athygli vakti að Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn með tveimur framlögum, fyrst fimm milljóna króna framlagi og síðan risastyrknum upp á 25 milljónir. Tryggvi Gunnarsson sem sæti á í Rannsóknarnefnd um bankahrunið sagði nefndina ætla að skoða styrki til stjórnmálaflokka. Heimildir fréttastofu þennan dag hermdu að Kjartan Gunnarsson hefði vitað um styrkina og einnig kom í ljós að Haukur Leósson endurskoðandi flokksins hefði gert athugasemd við styrkina á sínum tíma en þær athugasemdir hefði meðal annars Kjartan virt að vettugi. Þegar fjórtán dagar voru í kosningar kom fyrst í ljós hverjir það voru sem öfluðu styrkjanna fyrir flokkinn. Þorsteinn M. Jónsson, gjarnan kenndur við kók, sá um FL styrkinn og Steinþór nokkur Jónsson sá um að ná í styrkinn frá Landsbankanum. Í yfirlýsingu frá þeim félögum kom í ljós að Guðlaugur Þór Þórðarson, sem ekkert hefur með fjármál flokksins að gera, hafði samband við þá og upplýsti um bágborna fjárhagsstöðu flokksins. Guðlaugur hafi hinsvegar ekki haft frekari afskipti af málinu.Sakaðir um mútur Varaformaður Framsóknarflokksins sagði málið ámælisvert á sama tíma og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði málið óafsakanlegt. „Mér finnst þetta vera óverjanlegt. Það voru hrein og klár mistök að hálfu flokksins að taka við þeim. Það er eðlilegt að flokkar hafi á þessum tíma leitað til einstaklinega eða fyrirtækja en í svona miklu mæli er í rauninni óafsakanlegt," sagði Þorgerður, þrettán dögum fyrir kosningar. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu sagði FL styrkinn vekja upp spurningar um mútur. Það hefur reyndar Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndra einnig gert í þinginu við litla hrifningu sjálfstæðismanna. Síðustu daga hefur verið uppi hávær krafa um að stjórnmálamenn upplýsi um þá styrki sem þeir þiggja í prófkjörum. Guðlaugur Þór fór fram á að Ríkisendruskoðun færi yfir störf sín sem formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Síðar kom í ljós að embættið hefur ekki heimild til þess að gera slíkt en Guðlaugur hefur nú vísað því máli til innri endurskoðunnar Reykjavíkurborgar. Nokkuð hart hefur verið sótt að Óskari Bergssyni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að upplýsa um tengsl sín við byggingarfyrirtækið Eykt. Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega einnig opnaði bókhald sitt og þar var Eykt stærsti stuðningsaðili flokksins. Í dag eru níu dagar til kosninga og samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og Rúv á landsvísu ætla 23,3% svarrenda að kjósa flokkinn. Það þýðir að flokkurinn nær inn 16 þingmönnum eða níu þingmönnum færra en í kosningunum 2007. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Heiðarleiki er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins Einar K. Guðfinsson, þingmaður og fyrrum ráðherra, segir að það hafi verið augljós mistök að veita styrkjum frá Landsbankanum og FL group viðtöku. Hann segir að fyrir atbeina forystu flokksins hefur verið varpað skýru ljósi á málið. Heiðarleiki sé aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins. 12. apríl 2009 14:33 Sátu allir í nefnd um hámarksstyrki Guðlaugur Þór Þórðarson auk Kjartans Gunnarssonar sátu í nefnd allra flokka sem var falið að fjalla um fjárframlög til stjórnmálaflokkanna. Geir H. Haarde leiddi nefndina en hann hefur nú tekið opinbera ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrkjum FL Group og Landsbankans viðtöku. 9. apríl 2009 13:41 Landsbankastyrkur Sjálfstæðisflokksins líklega ólöglegur Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. 13. apríl 2009 18:30 Símaviðtal við Bjarna Benediktsson Hér má heyra í heild sinni símaviðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um styrkveitingar FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins 2006, skömmu áður en lög um styrki við stjórnmálaflokka tóku gildi. 9. apríl 2009 19:30 Steini í Kók sá um FL-styrkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn Þorsteinn Jónsson, oft kenndur við Kók, og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans segjast hafa staðið fyrir söfnun hárra styrkja frá FL Group og Landsbankanum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi þeir gert eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hafði samband við þá og upplýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Guðlaugur hafi ekki haft frekari afskipti af málinu, segja þeir félagar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag. 11. apríl 2009 16:51 Geir H. Haarde tekur ábyrgð á FL styrk Fyrrum forsætisráðherrann Geir H. Haarde tekur alla ábyrgð á að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrk FL Group viðtöku í lok desember árið 2006. Þá var Geir formaður flokksins. Hann segir jafnframt í yfirlýsingu að framvkæmdarstjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri enga ábyrgð á þessu máli. 8. apríl 2009 18:12 Landsbankinn styrkti Sjálfstæðismenn um 25 milljónir Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurgreiða styrki sem þeir fengu frá bæði FL Group, sem nam þrjátíu milljónum króna, og svo Landsbankanum, sem styrkti flokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér. 8. apríl 2009 18:37 Bjarni Benediktsson: Risastyrkur ekki tengdur REI „Ég hef ekki minnstu ástæða til þess að ætla að málið tengist REI málinu," svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurningu á opnum borgarafundi í Suðvesturkjördæmi en spurningin kom frá einum gestanna. 8. apríl 2009 20:54 Bankaráð samþykkti ekki 25 milljóna styrk Bankaráð Landsbankans samþykkti ekki 25 milljón króna styrk til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og hafði enga vitneskju um það. Þetta staðhæfir Ásgeir Friðgeirsson, sem var aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs. 8. apríl 2009 19:19 Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. 13. apríl 2009 18:38 Stoðir: Upplýsingar ekki frá okkur komnar „Þessar upplýsingar eru ekki frá okkur komnar. Ég hef enga vitneskju um þetta mál og get því hvorki staðfest það né neitað,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, um 30 milljóna króna styrk sem FL Group greiddi til Sjálfstæðisflokksins undir lok ársins 2006. 7. apríl 2009 21:49 Sigurður Líndal: Siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög „Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7. apríl 2009 21:38 Guðlaugur fór af þingflokksfundi Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fór af þingflokksfundi flokksins sem haldinn var í morgun á undan öðrum þingmönnum. 14. apríl 2009 13:17 Ábyrgð Geirs stórjókst á sjö mínútum Ábyrgð Geirs H. Haarde jókst talsvert á sjö mínútum því fyrsta fréttatilkynningin sem fjölmiðlum barst í hendur sagðist hann bera ábyrgð á 30 milljón króna styrk FL Group til flokksins. Þar var ekkert minnst á 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum. 8. apríl 2009 19:44 Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. 10. apríl 2009 21:30 Árni M: Ég hafði enga hugmynd „Ég hafði enga hugmynd. Ég heyrði þetta bara fyrst í fréttunum áðan," sagði fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni M. Mathíesen, spurður hvort hann hefði heyrt af risaháum styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í lok desember árið 2006, aðeins þremur dögum áður en lögin tóku gildi um hámarksstyrk fyrirtækja til stjórnmálaflokka. 7. apríl 2009 22:10 Stjórnmálafræðingur gáttaður á risastyrkjum „Ég er eiginlega gáttaður á því hvað fjárhæðin er há. Maður hélt að þetta væri eitthvað sem gerðist ekki í íslenskum stjórnmálum," segir stjórnmálafræðingurinn Einar Már Þórðarson spurður út í risastyrki Landsbankans og FL Group til Sjálfstæðisflokksins. 8. apríl 2009 20:41 Vilhjálmur vill rannsókn á viðræðum OR við Geysi Green Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fari yfir samningaferlið þegar Orkuveita Reykjavíkur og FL Group ásamt Geysir Green Energy ræddu fyrirhugaða sameiningu félaganna í borgarstjóratíð Vilhjálms. 14. apríl 2009 12:02 Bjarni Ben: Ég er sár og svekktur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það komi fjarhagslega illa við flokkinn að þurfa að endurgreiða styrki frá FL Group og Landsbanka, en flokkurinn hafi hins vegar ekki efni á að endurgreiða þá ekki. Hann segist sár og svekktur yfir því að þetta mál kom upp. 9. apríl 2009 18:59 Vill létta leynd af styrkjum stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar, ríki einhver leynd yfir þeim. Svo geti verið að í einhverjum tilfellum hafi aðilar veitt styrki með leynd í huga, en leitað verði til þeirra og óskað eftir að leyndinni verði aflétt. 9. apríl 2009 06:30 Björn Bjarnason: Hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu „Ég vissi þetta ekki og hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu hefði ég haft pata af henni og séð þetta rétt," segir Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurður út í þrjátíu milljón króna fjárstyrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn veitti styrknum viðtöku þann 29. desember árið 2006, aðeins tveimur dögum áður en lög um hámarkstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7. apríl 2009 23:23 Aldrei heyrt um neitt í líkingu við FL-styrkinn Þorgeir Baldursson fyrrverandi formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa heyrt um styrk sem sé eitthvað í líkingu við þær 30 milljónir króna sem flokkurinn fékk frá FL-Group árið 2006. Þorgeir segist hafa verið hættur þegar umræddur styrkur barst. Vilhjálmur Egilsson núverandi formaður fjármálaráðs segist hafa byrjað eftir að styrkurinn var veittur. Hvorugur þeirra segist vita hver gegndi stöðunni í millitíðinni en fjármálaráð sér um að afla styrkja fyrir flokkinn. 8. apríl 2009 13:17 Risastyrkirnir eru óverjandi Ég vissi ekki af styrkjunum tveimur til Sjálfstæðisflokksins, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins um háa styrki frá FL Group og Landsbankanum. Hún segir málið óverjandi og hrein og klár mistök af hálfu flokksins að taka á móti styrkjunum. Flokkurinn hafi ekkert að fela en málið allt gefi tilefni til að skipulag innan flokksins verði endurskoðað. 12. apríl 2009 18:35 Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hneykslaður á styrk FL Group Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hneyksluð á 30 milljón fjárstyrk sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok árs 2006. 8. apríl 2009 14:07 Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hættir Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar upp 10. apríl 2009 15:26 Guðlaugur: Öfl innan Sjálfstæðisflokksins vinna gegn mér Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ákveðin öfl innan Sjálfstæðisflokksins hafi unnið gegn sér. Hann hefur ekki íhugað að segja af sér. 11. apríl 2009 20:15 Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir. 11. apríl 2009 18:38 Bjarni og Þorgerður funda með Guðlaugi Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson funda nú um stöðu flokksins í skugga frétta um að flokkurinn hafi tekið við 30 milljónum króna frá FL Group og 25 milljónum króna frá Landsbankanum í árslok 2006. Komið hefur fram að mikil ókyrrð hefur verið í flokknum frá því að fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá málinu á þriðjudag og er hávær krafa um að upplýst verði um framvindu málsins. 10. apríl 2009 19:04 Grétar Mar: Krefst upplýsinga um fjáröflunarnefnd „Ég vil bara að Guðlaugur segi satt og rétt frá," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins en hann gerir kröfu um að Guðlaugur eða formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, upplýsi hverjir voru í fjáröflunarnefnd flokksins. Það er að segja, hverjir fengu þessa umdeildu styrki. 9. apríl 2009 23:00 FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn ári eftir risastyrk FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn árið 2007. Fram kom í fréttum okkar í gærkvöld að félagið lagði þrjátíu milljónir inn á reikning flokksins í lok árs 2006. Frjálsyndi flokkurinn fékk heldur ekki styrk frá FL Group árið 2007. 8. apríl 2009 09:34 FL Group styrkti Sjálfstæðisflokk um þrjátíu milljónir FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar. 7. apríl 2009 18:34 Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að styrk FL Group Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að því sjálfur að biðja um 30 milljóna króna fjárstyrk frá FL Group. Nokkrir forystumenn flokksins segjast ekki hafa haft hugmynd um umræddan styrk. 8. apríl 2009 12:00 Kjartan vissi ekki um FL styrkinn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006. Hann heyrði fyrst af styrknum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir málið sér algjörlega óviðkomandi. 8. apríl 2009 17:16 Björn Bjarnason: Styrktarmál brýtur allar hefðir flokksins Sjálfstæðismaðurinn Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína að styrkir FL Group til Sjálfstæðisflokksins upp á þrjátíu milljónir brjóti gegn öllu hefum Sjálfstæðisflokksins. 8. apríl 2009 22:54 Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00 Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki. 14. apríl 2009 18:40 Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30 Bolli í 17: Trúi ekki að Kjartan hafi samþykkt þetta Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006. 8. apríl 2009 16:17 FL styrkur vekur upp spurningar um mútur Styrkur FL-Group til Sjálfstæðisflokksins vekur upp spurningar um mútur að mati Svandísar Svavarsdóttur sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu. 13. apríl 2009 18:49 Guðlaugur Þór: Ekki inn í fjármálum flokksins „Ég er ekki inn í fjármálum flokksins," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins varðandi þrjátíu milljón króna styrk sem FL Group veitti Sjálfstæðisflokknumi lok desember 2006. 8. apríl 2009 18:07 Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi Enginn í forystu Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn hans, að Geir H, Haarde undanskildum, kannast við að hafa óskað eftir tugum milljóna í styrk frá FL Group og Landsbankanum. 9. apríl 2009 18:56 Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00 Misræmi Guðlaugs Þórs Misræmi er á milli þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagði um vitneskju sína um styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins og þess sem Morgunblaðið fullyrðir um málið í dag. 9. apríl 2009 10:24 Sjálfstæðismenn sviku hina flokkana „Ef þetta er rétt er þetta með ólíkindum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þrjátíu milljóna styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í desember 2006. 9. apríl 2009 09:00 Hluthafi FL Group kærir risastyrk „Á þessum tíma var ég hluthafi og og langar að fá svör," segir lögfræðineminn Finnbogi Vikar sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á risastyrk FL Group upp á þrjátíu milljónir til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006. 9. apríl 2009 17:25 Upplýst verði um tengsl fjárstyrkjanna og REI Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að almenningur vilji vita hvort tengsl hafi verið á milli fjárstyrkja til Sjálfstæðisflokksins og ákvarðanatöku um Reykjavik Energy Invest, REI. 12. apríl 2009 16:37 Ámælisvert að þiggja tugmilljóna styrki Varaformaður Framsóknarflokksins segir ámælisvert að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi þiggja tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum eftir að stjórnmálaflokkarnir höfðu náð samkomulagi um breytingar á lögum varðandi styrki til þeirra og stutt í að ný lög tækju gildi. 11. apríl 2009 19:21 Sjálfstæðismenn hóta FL Group kæranda „Sjálfstæðismenn eru byrjaðir á því að hringja í mig og ausa mig skömmum," segir Finnbogi Vikar sem kærði styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins en kæruna afhenti hann starfsmanni Ríkislögreglustjóra í dag. Fyrir vikið hefur Finnbogi fengið nafnlaus símtöl þar sem einstaklingar vilja draga úr honum og hvetja hann til þess að kæra ekki málið. 9. apríl 2009 22:00 FL málið í höndum Bjarna og Þorgerðar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ræddi 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006 á miðstjórnarfundi sem haldinn var í dag, en boðað var til fundarins fyrr í vikunni. 8. apríl 2009 15:43 Bjarni og Þorgerður funda um málið Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður eru ekki á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem hófst klukkan 16:00 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu funda þau um FL-Group málið svokallaða. Á fundinum munu þau vera að fara yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar frétta Stöðvar 2 af 30 milljóna króna styrk FL-Group til Sjálfstæðisflokksins árið 2006. 8. apríl 2009 16:27 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Þann 7.apríl sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að FL Group hefði styrkt Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna, aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem var nokkuð klaufaleg fyrir flokkinn og tímasetningin var ekki sem best, þar sem einungis átján dagar voru í kosningar. Framkvæmdarstjóri flokksins sagði af sér og formaður flokksins tilkynnti síðar að styrkurinn yrði endurgreiddur, auk 25 milljóna króna styrks sem flokkurinn fékk frá Landsbankanum. Fyrrverandi formaður flokksins tók á sig alla ábyrgð, en ýmsir þar á meðal Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður, blönduðustu í málið. Hér að neðan má sjá samantekt af málinu. Líkt og fyrr segir var fyrst sagt frá styrk FL Group í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 7.apríl. Í fréttinni kom fram að styrkurinn hefði borist flokknum þann 29.desember árið 2006, örfáum dögum áður en lögum um hámarksframlag til stjórnmálaflokka var breytt. Hannes Smárason þáverandi forstjóri FL Group gaf vilyrði fyrir styrknum en ekki var vitað hver það var sem tók við styrknum fyrir hönd flokksins. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn hefði ekki frekar en aðrir flokkar verið með opið bókhald fyrir þann tíma. Flokkurinn hygðist að svo stöddu ekki tjá sig um einstök fjárframlög til flokksins sem áttu sér stað fyrir setningu laganna. Kjartan Gunnarsson, einn helsti bandamaður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, starfaði við hlið framkvæmdastjóra flokksins, Andra Óttarssyni á þessum tíma.Enginn vissi um styrkinn Síðar sama kvöld tjáði Sigurður Lindal lagaprófessor sig um málið sem hann sagði siðferðislega ámælisvert. Stoðir, áður FL-Group, sögðu upplýsingarnar ekki frá sér komnar auk þess sem fyrrum ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Björn Bjarnason sögðust ekki hafa haft hugmynd um þennan rausnarlega styrk félagsins til flokksins. Björn sagðist hafa aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu, hefði hann haft pata af henni og væri þetta rétt. Í hádeginu daginn eftir var sagt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sjálfur haft frumkvæði að því að biðja um styrkinn frá FL Group en ekki var vitað hverjir það voru innan flokksins sem stóðu að því. Forystumenn flokksins virtust koma af fjöllum. Þorgeir Baldursson fyrrum formaður fjármálaráðs flokksins sagðist hafa látið af störfum fyrir þann tíma sem styrkurinn kom í hús og sagðist aldrei á sínum ferli hafa heyrt um fjárhæð sem þessa. Í sama streng tók Vilhjálmur Egilsson sem nú gegnir formennsku í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins. Hann hafi tekið við eftir að styrkurinn var veittur og Andri Óttarsson framkvæmdarstjóri væri bestur til þess að svara fyrir styrkinn. Erfitt reyndist að ná í Andra sem virtist vera upptekinn við fundarsetu í Valhöll þennan sama daga. Bolli Kristinsson, gjarnan kenndur við Sautján, sat í fjármálaráði flokksins í um tuttugu ár. Hann sagðist í samtali við fréttastofu aldrei hafa heyrt um styrki sem þessa og neitaði að trúa því að Kjartan Gunnarsson hefði samþykkt styrk sem þennan, það væri í andstöðu við þær reglur sem hann boðaðið á meðan hann gegndi starfi framkvæmdarstjóra. Heimildir fréttastofu innan úr flokknum hermdu að málið væri nú í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Bjarna Benediktssonar en miðstjórn flokksins tók málið fyrir á fundi sínum fyrr um daginn. Það reyndist síðar rétt þar sem Þorgerður og Bjarni mættu ekki á þingflokksfund flokksins klukkan fjögur. Þau funduðu um málið og reyndu að ná lendingu sem fyrst, þar sem Bjarni átti að mæta á opinn Borgarafund í Ríkissjónvarpinu þá um kvöldið. Kjartan Gunnarsson sagðist ekkert vita um styrkinn og Guðlaugur Þór Þórðarson var dreginn fram í dagsljósið. Hann sagðist hinsvegar ekkert hafa með fjármál flokksins að gera og á þessum tíma hefði hann legið á sjúkrahúsi, eins og alþjóð vissi. Árið 2006, þegar styrkurinn var veittur, var Guðlaugur Þór formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur en FL Group í félagi við Glitni og verkfræðistofuna VKG-Hönnun, stofnuðu Geysi Green Energy í byrjun árs 2007, sem ætlað var að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víða um heim. Leiddar voru að því líkur að styrkurinn gæti tengst þessum áætlunum. Guðlaugur hinsvegar neitaði alfarið, og málið var enn í höndum flokksforystunnar.Geir H. Haarde tekur alla ábyrgð Geir H. Haarde fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins var á þessum tíma í krabbameinsmeðferð í Amsterdam í Hollandi. Rétt fyrir kvöldfréttir barst hinsvegar yfirlýsing frá Geir þar sem hann tók alla ábyrgð á málinu. Hann sagði að með sinni vitund og vilja hafi á þessum tíma verið ráðist í mikið átak til að rétta við fjárhag flokksins, í samræmi við þær reglur um fjármál stjórnmálaflokka sem þá var unnið eftir. Komu þar fjölmargir að verki. Hann sagði ábyrgðina alla vera sína og framkvæmdarstjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, bæru þar enga ábyrgð. Ábyrgð Geirs jókst þó til muna sjö mínútum eftir að tilkynningin var send út því þá kom sama tilkynning aftur, með einni auka setningu þó. „Sama er að segja um hátt framlag frá Landsbanka Íslands frá sama tíma." Í ljós kom að Landsbankinn hafði einnig styrkt flokkinn ríflega um svipað leyti, eða um 25 milljónir króna. Bankaráð Landsbankans sagðist ekki hafa samþykkt umræddan styrk og Bjarni Benediktsson sagði FL styrkinn á engan hátt tengjast REI-málinu.Kveikti í andstæðingum Daginn eftir fór að færast enn meira fjör í leikinn þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins fóru að tjá sig um styrkina, sem nú skyndilega voru orðnir tveir. Steingrímur J. Sigfússon var harðorður og sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa svikið hina flokkana. „Ég hafði satt best að segja ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug að þá færu einhverjir flokkar þannig að, að þeir sæktu sér milljónatugi til fyrirtækja á laun rétt fyrir áramót og þægju svo eftir áramótin hækkaðan ríkisstyrk," sagði Steingrímur. Allir fjölmiðlar landsins voru komnir á bóla kaf í málið og kaffistofur bæjarins kepptust við að ræða málið. Nú voru sextán dagar í kosningar. Morgunblaðið fullyrti í grein sinni um málið að Guðlaugur Þór Þórðarson hefði haft forgöngu um að útvega flokknum styrki í árslok 2006. Honum hafi þó ekki verið kunnugt um upphæðina. Guðlaugur hefði boðið Anda Óttarssyni þá nýjum framkvæmdastjóra flokksins að hafa milligöngu um styrki frá um 10 fyrirtækjum, sem hvert um sig myndi leggja til um þrjár milljónir króna þannig að undir forystu FL-Group fengjust um 30 milljónir króna í flokkssjóðinn. Þetta stangaðist á við fyrri orð þingmannsins í málinu, en hann hafði setið í í nefnd sem fjallaði um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka sem Kjartan Gunnarsson veitti forystu.Styrkirnir endurgreiddir Bjarni Benediktsson formaður flokksins lýsti því yfir að styrkirnir yrðu endurgreiddir. Hann sagðist sár og svekktur vegna málsins en hann léti það ekki buga sig. Daginn eftir barst síðan yfirlýsing frá Andra Óttarssyni framkvæmdarstjóra flokksins þar sem fram kom að hann ætlaði að láta af störfum. Hann tók þó skýrt fram að hann hefði ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. Nú voru fimmtán dagar í kosningar og enginn vissi hver sóttist eftir styrkjunum. Bjarni og Þorgerður funduðu þennan dag með Guðlaugi Þór Þórðarsyni um málið. Einnig kom í ljós að Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans tók einn ákvörðun um að styrkja flokkinn um tuttugu og fimm milljónir króna. Siðfræðingur sagði sig úr sambandi ungra sjálfstæðismanna og hverfafélögin í Reykjavík kepptust við að lýsa yfir stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson. Sjálfstæðismenn birtu á heimasíðu sinni lista yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn um meira en eina milljón á árinu 2006. Um níu fyrirtæki er að ræða sem greiddu samtals rétt tæpa 81 milljón í styrki. Athygli vakti að Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn með tveimur framlögum, fyrst fimm milljóna króna framlagi og síðan risastyrknum upp á 25 milljónir. Tryggvi Gunnarsson sem sæti á í Rannsóknarnefnd um bankahrunið sagði nefndina ætla að skoða styrki til stjórnmálaflokka. Heimildir fréttastofu þennan dag hermdu að Kjartan Gunnarsson hefði vitað um styrkina og einnig kom í ljós að Haukur Leósson endurskoðandi flokksins hefði gert athugasemd við styrkina á sínum tíma en þær athugasemdir hefði meðal annars Kjartan virt að vettugi. Þegar fjórtán dagar voru í kosningar kom fyrst í ljós hverjir það voru sem öfluðu styrkjanna fyrir flokkinn. Þorsteinn M. Jónsson, gjarnan kenndur við kók, sá um FL styrkinn og Steinþór nokkur Jónsson sá um að ná í styrkinn frá Landsbankanum. Í yfirlýsingu frá þeim félögum kom í ljós að Guðlaugur Þór Þórðarson, sem ekkert hefur með fjármál flokksins að gera, hafði samband við þá og upplýsti um bágborna fjárhagsstöðu flokksins. Guðlaugur hafi hinsvegar ekki haft frekari afskipti af málinu.Sakaðir um mútur Varaformaður Framsóknarflokksins sagði málið ámælisvert á sama tíma og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði málið óafsakanlegt. „Mér finnst þetta vera óverjanlegt. Það voru hrein og klár mistök að hálfu flokksins að taka við þeim. Það er eðlilegt að flokkar hafi á þessum tíma leitað til einstaklinega eða fyrirtækja en í svona miklu mæli er í rauninni óafsakanlegt," sagði Þorgerður, þrettán dögum fyrir kosningar. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu sagði FL styrkinn vekja upp spurningar um mútur. Það hefur reyndar Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndra einnig gert í þinginu við litla hrifningu sjálfstæðismanna. Síðustu daga hefur verið uppi hávær krafa um að stjórnmálamenn upplýsi um þá styrki sem þeir þiggja í prófkjörum. Guðlaugur Þór fór fram á að Ríkisendruskoðun færi yfir störf sín sem formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Síðar kom í ljós að embættið hefur ekki heimild til þess að gera slíkt en Guðlaugur hefur nú vísað því máli til innri endurskoðunnar Reykjavíkurborgar. Nokkuð hart hefur verið sótt að Óskari Bergssyni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að upplýsa um tengsl sín við byggingarfyrirtækið Eykt. Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega einnig opnaði bókhald sitt og þar var Eykt stærsti stuðningsaðili flokksins. Í dag eru níu dagar til kosninga og samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og Rúv á landsvísu ætla 23,3% svarrenda að kjósa flokkinn. Það þýðir að flokkurinn nær inn 16 þingmönnum eða níu þingmönnum færra en í kosningunum 2007.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Heiðarleiki er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins Einar K. Guðfinsson, þingmaður og fyrrum ráðherra, segir að það hafi verið augljós mistök að veita styrkjum frá Landsbankanum og FL group viðtöku. Hann segir að fyrir atbeina forystu flokksins hefur verið varpað skýru ljósi á málið. Heiðarleiki sé aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins. 12. apríl 2009 14:33 Sátu allir í nefnd um hámarksstyrki Guðlaugur Þór Þórðarson auk Kjartans Gunnarssonar sátu í nefnd allra flokka sem var falið að fjalla um fjárframlög til stjórnmálaflokkanna. Geir H. Haarde leiddi nefndina en hann hefur nú tekið opinbera ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrkjum FL Group og Landsbankans viðtöku. 9. apríl 2009 13:41 Landsbankastyrkur Sjálfstæðisflokksins líklega ólöglegur Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. 13. apríl 2009 18:30 Símaviðtal við Bjarna Benediktsson Hér má heyra í heild sinni símaviðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um styrkveitingar FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins 2006, skömmu áður en lög um styrki við stjórnmálaflokka tóku gildi. 9. apríl 2009 19:30 Steini í Kók sá um FL-styrkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn Þorsteinn Jónsson, oft kenndur við Kók, og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans segjast hafa staðið fyrir söfnun hárra styrkja frá FL Group og Landsbankanum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi þeir gert eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hafði samband við þá og upplýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Guðlaugur hafi ekki haft frekari afskipti af málinu, segja þeir félagar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag. 11. apríl 2009 16:51 Geir H. Haarde tekur ábyrgð á FL styrk Fyrrum forsætisráðherrann Geir H. Haarde tekur alla ábyrgð á að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrk FL Group viðtöku í lok desember árið 2006. Þá var Geir formaður flokksins. Hann segir jafnframt í yfirlýsingu að framvkæmdarstjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri enga ábyrgð á þessu máli. 8. apríl 2009 18:12 Landsbankinn styrkti Sjálfstæðismenn um 25 milljónir Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurgreiða styrki sem þeir fengu frá bæði FL Group, sem nam þrjátíu milljónum króna, og svo Landsbankanum, sem styrkti flokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér. 8. apríl 2009 18:37 Bjarni Benediktsson: Risastyrkur ekki tengdur REI „Ég hef ekki minnstu ástæða til þess að ætla að málið tengist REI málinu," svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurningu á opnum borgarafundi í Suðvesturkjördæmi en spurningin kom frá einum gestanna. 8. apríl 2009 20:54 Bankaráð samþykkti ekki 25 milljóna styrk Bankaráð Landsbankans samþykkti ekki 25 milljón króna styrk til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og hafði enga vitneskju um það. Þetta staðhæfir Ásgeir Friðgeirsson, sem var aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs. 8. apríl 2009 19:19 Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. 13. apríl 2009 18:38 Stoðir: Upplýsingar ekki frá okkur komnar „Þessar upplýsingar eru ekki frá okkur komnar. Ég hef enga vitneskju um þetta mál og get því hvorki staðfest það né neitað,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, um 30 milljóna króna styrk sem FL Group greiddi til Sjálfstæðisflokksins undir lok ársins 2006. 7. apríl 2009 21:49 Sigurður Líndal: Siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög „Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7. apríl 2009 21:38 Guðlaugur fór af þingflokksfundi Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fór af þingflokksfundi flokksins sem haldinn var í morgun á undan öðrum þingmönnum. 14. apríl 2009 13:17 Ábyrgð Geirs stórjókst á sjö mínútum Ábyrgð Geirs H. Haarde jókst talsvert á sjö mínútum því fyrsta fréttatilkynningin sem fjölmiðlum barst í hendur sagðist hann bera ábyrgð á 30 milljón króna styrk FL Group til flokksins. Þar var ekkert minnst á 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum. 8. apríl 2009 19:44 Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. 10. apríl 2009 21:30 Árni M: Ég hafði enga hugmynd „Ég hafði enga hugmynd. Ég heyrði þetta bara fyrst í fréttunum áðan," sagði fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni M. Mathíesen, spurður hvort hann hefði heyrt af risaháum styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í lok desember árið 2006, aðeins þremur dögum áður en lögin tóku gildi um hámarksstyrk fyrirtækja til stjórnmálaflokka. 7. apríl 2009 22:10 Stjórnmálafræðingur gáttaður á risastyrkjum „Ég er eiginlega gáttaður á því hvað fjárhæðin er há. Maður hélt að þetta væri eitthvað sem gerðist ekki í íslenskum stjórnmálum," segir stjórnmálafræðingurinn Einar Már Þórðarson spurður út í risastyrki Landsbankans og FL Group til Sjálfstæðisflokksins. 8. apríl 2009 20:41 Vilhjálmur vill rannsókn á viðræðum OR við Geysi Green Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fari yfir samningaferlið þegar Orkuveita Reykjavíkur og FL Group ásamt Geysir Green Energy ræddu fyrirhugaða sameiningu félaganna í borgarstjóratíð Vilhjálms. 14. apríl 2009 12:02 Bjarni Ben: Ég er sár og svekktur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það komi fjarhagslega illa við flokkinn að þurfa að endurgreiða styrki frá FL Group og Landsbanka, en flokkurinn hafi hins vegar ekki efni á að endurgreiða þá ekki. Hann segist sár og svekktur yfir því að þetta mál kom upp. 9. apríl 2009 18:59 Vill létta leynd af styrkjum stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar, ríki einhver leynd yfir þeim. Svo geti verið að í einhverjum tilfellum hafi aðilar veitt styrki með leynd í huga, en leitað verði til þeirra og óskað eftir að leyndinni verði aflétt. 9. apríl 2009 06:30 Björn Bjarnason: Hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu „Ég vissi þetta ekki og hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu hefði ég haft pata af henni og séð þetta rétt," segir Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurður út í þrjátíu milljón króna fjárstyrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn veitti styrknum viðtöku þann 29. desember árið 2006, aðeins tveimur dögum áður en lög um hámarkstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7. apríl 2009 23:23 Aldrei heyrt um neitt í líkingu við FL-styrkinn Þorgeir Baldursson fyrrverandi formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa heyrt um styrk sem sé eitthvað í líkingu við þær 30 milljónir króna sem flokkurinn fékk frá FL-Group árið 2006. Þorgeir segist hafa verið hættur þegar umræddur styrkur barst. Vilhjálmur Egilsson núverandi formaður fjármálaráðs segist hafa byrjað eftir að styrkurinn var veittur. Hvorugur þeirra segist vita hver gegndi stöðunni í millitíðinni en fjármálaráð sér um að afla styrkja fyrir flokkinn. 8. apríl 2009 13:17 Risastyrkirnir eru óverjandi Ég vissi ekki af styrkjunum tveimur til Sjálfstæðisflokksins, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins um háa styrki frá FL Group og Landsbankanum. Hún segir málið óverjandi og hrein og klár mistök af hálfu flokksins að taka á móti styrkjunum. Flokkurinn hafi ekkert að fela en málið allt gefi tilefni til að skipulag innan flokksins verði endurskoðað. 12. apríl 2009 18:35 Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hneykslaður á styrk FL Group Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hneyksluð á 30 milljón fjárstyrk sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok árs 2006. 8. apríl 2009 14:07 Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hættir Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar upp 10. apríl 2009 15:26 Guðlaugur: Öfl innan Sjálfstæðisflokksins vinna gegn mér Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ákveðin öfl innan Sjálfstæðisflokksins hafi unnið gegn sér. Hann hefur ekki íhugað að segja af sér. 11. apríl 2009 20:15 Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir. 11. apríl 2009 18:38 Bjarni og Þorgerður funda með Guðlaugi Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson funda nú um stöðu flokksins í skugga frétta um að flokkurinn hafi tekið við 30 milljónum króna frá FL Group og 25 milljónum króna frá Landsbankanum í árslok 2006. Komið hefur fram að mikil ókyrrð hefur verið í flokknum frá því að fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá málinu á þriðjudag og er hávær krafa um að upplýst verði um framvindu málsins. 10. apríl 2009 19:04 Grétar Mar: Krefst upplýsinga um fjáröflunarnefnd „Ég vil bara að Guðlaugur segi satt og rétt frá," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins en hann gerir kröfu um að Guðlaugur eða formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, upplýsi hverjir voru í fjáröflunarnefnd flokksins. Það er að segja, hverjir fengu þessa umdeildu styrki. 9. apríl 2009 23:00 FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn ári eftir risastyrk FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn árið 2007. Fram kom í fréttum okkar í gærkvöld að félagið lagði þrjátíu milljónir inn á reikning flokksins í lok árs 2006. Frjálsyndi flokkurinn fékk heldur ekki styrk frá FL Group árið 2007. 8. apríl 2009 09:34 FL Group styrkti Sjálfstæðisflokk um þrjátíu milljónir FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar. 7. apríl 2009 18:34 Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að styrk FL Group Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að því sjálfur að biðja um 30 milljóna króna fjárstyrk frá FL Group. Nokkrir forystumenn flokksins segjast ekki hafa haft hugmynd um umræddan styrk. 8. apríl 2009 12:00 Kjartan vissi ekki um FL styrkinn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006. Hann heyrði fyrst af styrknum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir málið sér algjörlega óviðkomandi. 8. apríl 2009 17:16 Björn Bjarnason: Styrktarmál brýtur allar hefðir flokksins Sjálfstæðismaðurinn Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína að styrkir FL Group til Sjálfstæðisflokksins upp á þrjátíu milljónir brjóti gegn öllu hefum Sjálfstæðisflokksins. 8. apríl 2009 22:54 Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00 Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki. 14. apríl 2009 18:40 Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30 Bolli í 17: Trúi ekki að Kjartan hafi samþykkt þetta Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006. 8. apríl 2009 16:17 FL styrkur vekur upp spurningar um mútur Styrkur FL-Group til Sjálfstæðisflokksins vekur upp spurningar um mútur að mati Svandísar Svavarsdóttur sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu. 13. apríl 2009 18:49 Guðlaugur Þór: Ekki inn í fjármálum flokksins „Ég er ekki inn í fjármálum flokksins," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins varðandi þrjátíu milljón króna styrk sem FL Group veitti Sjálfstæðisflokknumi lok desember 2006. 8. apríl 2009 18:07 Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi Enginn í forystu Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn hans, að Geir H, Haarde undanskildum, kannast við að hafa óskað eftir tugum milljóna í styrk frá FL Group og Landsbankanum. 9. apríl 2009 18:56 Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00 Misræmi Guðlaugs Þórs Misræmi er á milli þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagði um vitneskju sína um styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins og þess sem Morgunblaðið fullyrðir um málið í dag. 9. apríl 2009 10:24 Sjálfstæðismenn sviku hina flokkana „Ef þetta er rétt er þetta með ólíkindum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þrjátíu milljóna styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í desember 2006. 9. apríl 2009 09:00 Hluthafi FL Group kærir risastyrk „Á þessum tíma var ég hluthafi og og langar að fá svör," segir lögfræðineminn Finnbogi Vikar sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á risastyrk FL Group upp á þrjátíu milljónir til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006. 9. apríl 2009 17:25 Upplýst verði um tengsl fjárstyrkjanna og REI Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að almenningur vilji vita hvort tengsl hafi verið á milli fjárstyrkja til Sjálfstæðisflokksins og ákvarðanatöku um Reykjavik Energy Invest, REI. 12. apríl 2009 16:37 Ámælisvert að þiggja tugmilljóna styrki Varaformaður Framsóknarflokksins segir ámælisvert að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi þiggja tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum eftir að stjórnmálaflokkarnir höfðu náð samkomulagi um breytingar á lögum varðandi styrki til þeirra og stutt í að ný lög tækju gildi. 11. apríl 2009 19:21 Sjálfstæðismenn hóta FL Group kæranda „Sjálfstæðismenn eru byrjaðir á því að hringja í mig og ausa mig skömmum," segir Finnbogi Vikar sem kærði styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins en kæruna afhenti hann starfsmanni Ríkislögreglustjóra í dag. Fyrir vikið hefur Finnbogi fengið nafnlaus símtöl þar sem einstaklingar vilja draga úr honum og hvetja hann til þess að kæra ekki málið. 9. apríl 2009 22:00 FL málið í höndum Bjarna og Þorgerðar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ræddi 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006 á miðstjórnarfundi sem haldinn var í dag, en boðað var til fundarins fyrr í vikunni. 8. apríl 2009 15:43 Bjarni og Þorgerður funda um málið Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður eru ekki á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem hófst klukkan 16:00 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu funda þau um FL-Group málið svokallaða. Á fundinum munu þau vera að fara yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar frétta Stöðvar 2 af 30 milljóna króna styrk FL-Group til Sjálfstæðisflokksins árið 2006. 8. apríl 2009 16:27 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Heiðarleiki er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins Einar K. Guðfinsson, þingmaður og fyrrum ráðherra, segir að það hafi verið augljós mistök að veita styrkjum frá Landsbankanum og FL group viðtöku. Hann segir að fyrir atbeina forystu flokksins hefur verið varpað skýru ljósi á málið. Heiðarleiki sé aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins. 12. apríl 2009 14:33
Sátu allir í nefnd um hámarksstyrki Guðlaugur Þór Þórðarson auk Kjartans Gunnarssonar sátu í nefnd allra flokka sem var falið að fjalla um fjárframlög til stjórnmálaflokkanna. Geir H. Haarde leiddi nefndina en hann hefur nú tekið opinbera ábyrgð á því að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrkjum FL Group og Landsbankans viðtöku. 9. apríl 2009 13:41
Landsbankastyrkur Sjálfstæðisflokksins líklega ólöglegur Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. 13. apríl 2009 18:30
Símaviðtal við Bjarna Benediktsson Hér má heyra í heild sinni símaviðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um styrkveitingar FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins 2006, skömmu áður en lög um styrki við stjórnmálaflokka tóku gildi. 9. apríl 2009 19:30
Steini í Kók sá um FL-styrkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn Þorsteinn Jónsson, oft kenndur við Kók, og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans segjast hafa staðið fyrir söfnun hárra styrkja frá FL Group og Landsbankanum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi þeir gert eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hafði samband við þá og upplýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Guðlaugur hafi ekki haft frekari afskipti af málinu, segja þeir félagar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í dag. 11. apríl 2009 16:51
Geir H. Haarde tekur ábyrgð á FL styrk Fyrrum forsætisráðherrann Geir H. Haarde tekur alla ábyrgð á að Sjálfstæðisflokkurinn veitti styrk FL Group viðtöku í lok desember árið 2006. Þá var Geir formaður flokksins. Hann segir jafnframt í yfirlýsingu að framvkæmdarstjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri enga ábyrgð á þessu máli. 8. apríl 2009 18:12
Landsbankinn styrkti Sjálfstæðismenn um 25 milljónir Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurgreiða styrki sem þeir fengu frá bæði FL Group, sem nam þrjátíu milljónum króna, og svo Landsbankanum, sem styrkti flokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér. 8. apríl 2009 18:37
Bjarni Benediktsson: Risastyrkur ekki tengdur REI „Ég hef ekki minnstu ástæða til þess að ætla að málið tengist REI málinu," svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurningu á opnum borgarafundi í Suðvesturkjördæmi en spurningin kom frá einum gestanna. 8. apríl 2009 20:54
Bankaráð samþykkti ekki 25 milljóna styrk Bankaráð Landsbankans samþykkti ekki 25 milljón króna styrk til Sjálfstæðisflokksins árið 2006 og hafði enga vitneskju um það. Þetta staðhæfir Ásgeir Friðgeirsson, sem var aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs. 8. apríl 2009 19:19
Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. 13. apríl 2009 18:38
Stoðir: Upplýsingar ekki frá okkur komnar „Þessar upplýsingar eru ekki frá okkur komnar. Ég hef enga vitneskju um þetta mál og get því hvorki staðfest það né neitað,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, um 30 milljóna króna styrk sem FL Group greiddi til Sjálfstæðisflokksins undir lok ársins 2006. 7. apríl 2009 21:49
Sigurður Líndal: Siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög „Það er siðferðislega ámælisvert að hagnýta sér lög sem maður sjálfur átti þátt í að samþykkja, þó þau hafi ekki formlega tekið gildi," segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá því að FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir þann 29. desember 2006, aðeins þremur dögum áður en lög um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7. apríl 2009 21:38
Guðlaugur fór af þingflokksfundi Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fór af þingflokksfundi flokksins sem haldinn var í morgun á undan öðrum þingmönnum. 14. apríl 2009 13:17
Ábyrgð Geirs stórjókst á sjö mínútum Ábyrgð Geirs H. Haarde jókst talsvert á sjö mínútum því fyrsta fréttatilkynningin sem fjölmiðlum barst í hendur sagðist hann bera ábyrgð á 30 milljón króna styrk FL Group til flokksins. Þar var ekkert minnst á 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum. 8. apríl 2009 19:44
Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. 10. apríl 2009 21:30
Árni M: Ég hafði enga hugmynd „Ég hafði enga hugmynd. Ég heyrði þetta bara fyrst í fréttunum áðan," sagði fyrrum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Árni M. Mathíesen, spurður hvort hann hefði heyrt af risaháum styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í lok desember árið 2006, aðeins þremur dögum áður en lögin tóku gildi um hámarksstyrk fyrirtækja til stjórnmálaflokka. 7. apríl 2009 22:10
Stjórnmálafræðingur gáttaður á risastyrkjum „Ég er eiginlega gáttaður á því hvað fjárhæðin er há. Maður hélt að þetta væri eitthvað sem gerðist ekki í íslenskum stjórnmálum," segir stjórnmálafræðingurinn Einar Már Þórðarson spurður út í risastyrki Landsbankans og FL Group til Sjálfstæðisflokksins. 8. apríl 2009 20:41
Vilhjálmur vill rannsókn á viðræðum OR við Geysi Green Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fari yfir samningaferlið þegar Orkuveita Reykjavíkur og FL Group ásamt Geysir Green Energy ræddu fyrirhugaða sameiningu félaganna í borgarstjóratíð Vilhjálms. 14. apríl 2009 12:02
Bjarni Ben: Ég er sár og svekktur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það komi fjarhagslega illa við flokkinn að þurfa að endurgreiða styrki frá FL Group og Landsbanka, en flokkurinn hafi hins vegar ekki efni á að endurgreiða þá ekki. Hann segist sár og svekktur yfir því að þetta mál kom upp. 9. apríl 2009 18:59
Vill létta leynd af styrkjum stjórnmál Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar, ríki einhver leynd yfir þeim. Svo geti verið að í einhverjum tilfellum hafi aðilar veitt styrki með leynd í huga, en leitað verði til þeirra og óskað eftir að leyndinni verði aflétt. 9. apríl 2009 06:30
Björn Bjarnason: Hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu „Ég vissi þetta ekki og hefði aftekið þessa ráðstöfun fjár með öllu hefði ég haft pata af henni og séð þetta rétt," segir Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurður út í þrjátíu milljón króna fjárstyrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn veitti styrknum viðtöku þann 29. desember árið 2006, aðeins tveimur dögum áður en lög um hámarkstyrki til stjórnmálaflokka tóku gildi. 7. apríl 2009 23:23
Aldrei heyrt um neitt í líkingu við FL-styrkinn Þorgeir Baldursson fyrrverandi formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa heyrt um styrk sem sé eitthvað í líkingu við þær 30 milljónir króna sem flokkurinn fékk frá FL-Group árið 2006. Þorgeir segist hafa verið hættur þegar umræddur styrkur barst. Vilhjálmur Egilsson núverandi formaður fjármálaráðs segist hafa byrjað eftir að styrkurinn var veittur. Hvorugur þeirra segist vita hver gegndi stöðunni í millitíðinni en fjármálaráð sér um að afla styrkja fyrir flokkinn. 8. apríl 2009 13:17
Risastyrkirnir eru óverjandi Ég vissi ekki af styrkjunum tveimur til Sjálfstæðisflokksins, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður flokksins um háa styrki frá FL Group og Landsbankanum. Hún segir málið óverjandi og hrein og klár mistök af hálfu flokksins að taka á móti styrkjunum. Flokkurinn hafi ekkert að fela en málið allt gefi tilefni til að skipulag innan flokksins verði endurskoðað. 12. apríl 2009 18:35
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hneykslaður á styrk FL Group Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hneyksluð á 30 milljón fjárstyrk sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í lok árs 2006. 8. apríl 2009 14:07
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hættir Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar upp 10. apríl 2009 15:26
Guðlaugur: Öfl innan Sjálfstæðisflokksins vinna gegn mér Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ákveðin öfl innan Sjálfstæðisflokksins hafi unnið gegn sér. Hann hefur ekki íhugað að segja af sér. 11. apríl 2009 20:15
Telur að Kjartan hafi vitað af risastyrkjum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að bæði Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson, fyrrum framkvæmdastjórar flokksins, hafi vitað af risastyrkjum sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2006 skömmu áður en lög um hámarksframlög til stjórnmálaflokka tóku gildi. Þá styrktu FL Group flokkinn um 30 milljónir króna og Landsbankinn fyrst um 5 milljónir og síðar á árinu 25 milljónir. 11. apríl 2009 18:38
Bjarni og Þorgerður funda með Guðlaugi Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson funda nú um stöðu flokksins í skugga frétta um að flokkurinn hafi tekið við 30 milljónum króna frá FL Group og 25 milljónum króna frá Landsbankanum í árslok 2006. Komið hefur fram að mikil ókyrrð hefur verið í flokknum frá því að fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá málinu á þriðjudag og er hávær krafa um að upplýst verði um framvindu málsins. 10. apríl 2009 19:04
Grétar Mar: Krefst upplýsinga um fjáröflunarnefnd „Ég vil bara að Guðlaugur segi satt og rétt frá," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins en hann gerir kröfu um að Guðlaugur eða formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, upplýsi hverjir voru í fjáröflunarnefnd flokksins. Það er að segja, hverjir fengu þessa umdeildu styrki. 9. apríl 2009 23:00
FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn ári eftir risastyrk FL Group styrkti ekki Sjálfstæðisflokkinn árið 2007. Fram kom í fréttum okkar í gærkvöld að félagið lagði þrjátíu milljónir inn á reikning flokksins í lok árs 2006. Frjálsyndi flokkurinn fékk heldur ekki styrk frá FL Group árið 2007. 8. apríl 2009 09:34
FL Group styrkti Sjálfstæðisflokk um þrjátíu milljónir FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar. 7. apríl 2009 18:34
Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að styrk FL Group Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að því sjálfur að biðja um 30 milljóna króna fjárstyrk frá FL Group. Nokkrir forystumenn flokksins segjast ekki hafa haft hugmynd um umræddan styrk. 8. apríl 2009 12:00
Kjartan vissi ekki um FL styrkinn Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006. Hann heyrði fyrst af styrknum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir málið sér algjörlega óviðkomandi. 8. apríl 2009 17:16
Björn Bjarnason: Styrktarmál brýtur allar hefðir flokksins Sjálfstæðismaðurinn Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína að styrkir FL Group til Sjálfstæðisflokksins upp á þrjátíu milljónir brjóti gegn öllu hefum Sjálfstæðisflokksins. 8. apríl 2009 22:54
Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00
Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki. 14. apríl 2009 18:40
Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30
Bolli í 17: Trúi ekki að Kjartan hafi samþykkt þetta Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, trúir því hreinlega ekki að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi samþykkt styrk frá FL Group upp á 30 milljónir rétt undir lok árs 2006. 8. apríl 2009 16:17
FL styrkur vekur upp spurningar um mútur Styrkur FL-Group til Sjálfstæðisflokksins vekur upp spurningar um mútur að mati Svandísar Svavarsdóttur sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu. 13. apríl 2009 18:49
Guðlaugur Þór: Ekki inn í fjármálum flokksins „Ég er ekki inn í fjármálum flokksins," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins varðandi þrjátíu milljón króna styrk sem FL Group veitti Sjálfstæðisflokknumi lok desember 2006. 8. apríl 2009 18:07
Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi Enginn í forystu Sjálfstæðisflokksins eða starfsmenn hans, að Geir H, Haarde undanskildum, kannast við að hafa óskað eftir tugum milljóna í styrk frá FL Group og Landsbankanum. 9. apríl 2009 18:56
Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00
Misræmi Guðlaugs Þórs Misræmi er á milli þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagði um vitneskju sína um styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins og þess sem Morgunblaðið fullyrðir um málið í dag. 9. apríl 2009 10:24
Sjálfstæðismenn sviku hina flokkana „Ef þetta er rétt er þetta með ólíkindum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þrjátíu milljóna styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í desember 2006. 9. apríl 2009 09:00
Hluthafi FL Group kærir risastyrk „Á þessum tíma var ég hluthafi og og langar að fá svör," segir lögfræðineminn Finnbogi Vikar sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á risastyrk FL Group upp á þrjátíu milljónir til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006. 9. apríl 2009 17:25
Upplýst verði um tengsl fjárstyrkjanna og REI Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að almenningur vilji vita hvort tengsl hafi verið á milli fjárstyrkja til Sjálfstæðisflokksins og ákvarðanatöku um Reykjavik Energy Invest, REI. 12. apríl 2009 16:37
Ámælisvert að þiggja tugmilljóna styrki Varaformaður Framsóknarflokksins segir ámælisvert að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi þiggja tugmilljóna styrki frá fyrirtækjum eftir að stjórnmálaflokkarnir höfðu náð samkomulagi um breytingar á lögum varðandi styrki til þeirra og stutt í að ný lög tækju gildi. 11. apríl 2009 19:21
Sjálfstæðismenn hóta FL Group kæranda „Sjálfstæðismenn eru byrjaðir á því að hringja í mig og ausa mig skömmum," segir Finnbogi Vikar sem kærði styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins en kæruna afhenti hann starfsmanni Ríkislögreglustjóra í dag. Fyrir vikið hefur Finnbogi fengið nafnlaus símtöl þar sem einstaklingar vilja draga úr honum og hvetja hann til þess að kæra ekki málið. 9. apríl 2009 22:00
FL málið í höndum Bjarna og Þorgerðar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ræddi 30 milljóna króna styrk FL Group til flokksins í árslok 2006 á miðstjórnarfundi sem haldinn var í dag, en boðað var til fundarins fyrr í vikunni. 8. apríl 2009 15:43
Bjarni og Þorgerður funda um málið Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður eru ekki á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem hófst klukkan 16:00 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu funda þau um FL-Group málið svokallaða. Á fundinum munu þau vera að fara yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar frétta Stöðvar 2 af 30 milljóna króna styrk FL-Group til Sjálfstæðisflokksins árið 2006. 8. apríl 2009 16:27
Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00