Innlent

Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund

Sigmundur Ernir fór mikinn á fimmtudagskvöldinu.
Sigmundur Ernir fór mikinn á fimmtudagskvöldinu.

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta.

Það gætti ónákvæmni í fyrri frétt Vísis í kvöld þar sem kom fram að málið hefði sérstaklega verið rætt á þingflokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í vikunni. Beðist er velvirðingar á því.

Það er Björgvin G. Sigurðsson sem er formaður þingflokksins. Ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Þá hefur ekki heldur náðst í Sigmund Erni en fram kom á RÚV í kvöld að þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hyggist ræða framgöngu Sigmundar sérstaklega á fundi forsætisnefndar á fimmtudaginn næsta.

Hún sagði í viðtali við RÚV að hegðun Sigmundar hefði verið óásættanleg þetta kvöld.

Vísir hefur rætt við fjölmarga þingmenn sem voru í þingsalnum á fimmtudagskvöldinu. Enginn þeirra kannast við að Sigmundur hafi verið drukkinn.

Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen í viðtali við Vísi að hann hefði ekki fundið neitt athugavert við Sigmund þetta kvöld.




Tengdar fréttir

Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum

„Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar.

Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl

„Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu.

„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns"

„Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×