Kalli Bjarni í æfingabúðum með glænýrri hljómsveit 30. júní 2009 06:00 Kalli Bjarni lýkur afplánun þann 2. ágúst næstkomandi og hyggst snúa aftur á tónlistarsviðið. fréttablaðið/Vilhelm „Ég fann reyndar Idol-jakkann minn á sunnudaginn. Örugglega bara merki frá æðri máttarvöldum," segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2, hefur setið bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 fyrir fíkniefnasmygl, en horfir nú fram á veginn því hann verður látinn laus 2. ágúst næstkomandi. Kalli er búinn að stofna hljómsveit ásamt Steina bróður sínum og Grétari Lárusi Matthíassyni, sem hefur stutt dyggilega við bakið á félaga sínum í gegnum súrt og sætt. Þeir hafa fengið til liðs við sig Rúnar Sveinsson sem ber bumbur en Kalli lýsir honum sem undrabarninu frá Grundarfirði. Kall upplýsir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið iðinn við að semja lög og texta að undanförnu. Reyndar geta aðdáendur Kalla tekið forskot á sæluna en nokkrir félagar hans hafa sett inn á YouTube tvö myndbönd sem tekin voru upp í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um svipað leyti og Kalli hóf afplánun sína. Þar flytur hann Lady in black og Ain't No Sunshine í góðum félagsskap. Kalli Bjarni hefur að undanförnu dvalist á Vernd og segir að sér líði betur en nokkru sinni fyrr. „Ég notaði tímann vel á Kvíabryggju og milli þess sem ég var að beita þá var ég að skrifa texta og semja lög," segir Kalli en nafnið á hljómsveitinni er enn í fæðingu. „Við erum í æfingabúðum núna, æfum eins og vitleysingar og erum að púsla þessu saman. Þetta er í raun og veru efnið sem ég ætlaði að koma á framfæri þegar Idolinu lauk en þá réði maður voðalega litlu sjálfur um tónlistina," segir Kalli, en bætir því við að ekkert muni koma frá hljómsveitinni fyrr en allir meðlimir sveitarinnar séu sáttir. „Þetta kemur bara beint frá hjartanu og við erum ekkert að þessu til að ná eyrum markaðarins. Ef það tekst verður það bara bónus." Og Kalli óttast ekki að fara aftur út í tónlistina sem svo oft er sveipuð áru áfengis og annarra vímuefna. „Nei, maður verður bara að þekkja sín takmörk, ég er ekkert að fara taka þátt í einhverju Jameson-maraþoni eða sveitaballamaníu." Móðir Kalla Bjarna, Sveinbjörg Karlsdóttir, hefur staðið við hlið sonar síns eins og klettur. Og hún hefur heyrt sum af lögunum hans. „Hann hefur bara aldrei verið betri," segir Sveinbjörg í samtali við Fréttablaðið. Hún kveðst vera stolt af syni sínum og segir hann mikið breyttan mann. Allt hafi hreinlega gengið eins og í góðri lygasögu. „Ef Kalli lærir ekki af þessu núna, þá lærir hann aldrei." Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Ég fann reyndar Idol-jakkann minn á sunnudaginn. Örugglega bara merki frá æðri máttarvöldum," segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2, hefur setið bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 fyrir fíkniefnasmygl, en horfir nú fram á veginn því hann verður látinn laus 2. ágúst næstkomandi. Kalli er búinn að stofna hljómsveit ásamt Steina bróður sínum og Grétari Lárusi Matthíassyni, sem hefur stutt dyggilega við bakið á félaga sínum í gegnum súrt og sætt. Þeir hafa fengið til liðs við sig Rúnar Sveinsson sem ber bumbur en Kalli lýsir honum sem undrabarninu frá Grundarfirði. Kall upplýsir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið iðinn við að semja lög og texta að undanförnu. Reyndar geta aðdáendur Kalla tekið forskot á sæluna en nokkrir félagar hans hafa sett inn á YouTube tvö myndbönd sem tekin voru upp í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um svipað leyti og Kalli hóf afplánun sína. Þar flytur hann Lady in black og Ain't No Sunshine í góðum félagsskap. Kalli Bjarni hefur að undanförnu dvalist á Vernd og segir að sér líði betur en nokkru sinni fyrr. „Ég notaði tímann vel á Kvíabryggju og milli þess sem ég var að beita þá var ég að skrifa texta og semja lög," segir Kalli en nafnið á hljómsveitinni er enn í fæðingu. „Við erum í æfingabúðum núna, æfum eins og vitleysingar og erum að púsla þessu saman. Þetta er í raun og veru efnið sem ég ætlaði að koma á framfæri þegar Idolinu lauk en þá réði maður voðalega litlu sjálfur um tónlistina," segir Kalli, en bætir því við að ekkert muni koma frá hljómsveitinni fyrr en allir meðlimir sveitarinnar séu sáttir. „Þetta kemur bara beint frá hjartanu og við erum ekkert að þessu til að ná eyrum markaðarins. Ef það tekst verður það bara bónus." Og Kalli óttast ekki að fara aftur út í tónlistina sem svo oft er sveipuð áru áfengis og annarra vímuefna. „Nei, maður verður bara að þekkja sín takmörk, ég er ekkert að fara taka þátt í einhverju Jameson-maraþoni eða sveitaballamaníu." Móðir Kalla Bjarna, Sveinbjörg Karlsdóttir, hefur staðið við hlið sonar síns eins og klettur. Og hún hefur heyrt sum af lögunum hans. „Hann hefur bara aldrei verið betri," segir Sveinbjörg í samtali við Fréttablaðið. Hún kveðst vera stolt af syni sínum og segir hann mikið breyttan mann. Allt hafi hreinlega gengið eins og í góðri lygasögu. „Ef Kalli lærir ekki af þessu núna, þá lærir hann aldrei."
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira