Ungmenni björguðu kajakræðara úr sjó 30. júní 2009 04:15 Björn Virgill Hartmannsson, 15 ára, Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára, og Hólmfríður Hartmannsdóttir, 19 ára, komu Hafþóri til hjálpar. „Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands. Hafþór segir kajaknum hafa hvolft vegna sterkra hafstrauma til móts við hellinn Fjós í Stórhöfðavíkinni. „Ég komst ekki upp í bátinn aftur. Ég kallaði til fólks á útsýnispalli þarna hjá og það gerði björgunarsveitinni viðvart, en það vildi svo heppilega til að ungmennin þrjú voru þarna að dóla sér á báti sem aðallega er hugsaður fyrir sundlaugar og slíkt. Þegar ég komst upp í bátinn til þeirra voru frekari björgunaraðgerðir flautaðar af," segir Hafþór. Að sögn Hafþórs var hann um þrjátíu mínútur í sjónum áður en honum var bjargað. Hann var orðinn kaldur og þreyttur, en ekkert amar að honum að öðru leyti. „Ég hugsa að manninum hafi ekki þótt neitt tiltakanlega notalegt að vera þarna í sjónum í allan þennan tíma," segir Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára nemandi við Verzlunarskóla Íslands, sem ásamt Hólmfríði, unnustu sinni og Birni, yngri bróður Hólmfríðar, kom Hafþóri til bjargar. „Við vorum þarna þrjú saman úti í víkinni á lítilli Europris-tuðru, eða ætli það sé ekki réttara að kalla það árabát," segir Bjarni og skellir upp úr. „Við heyrðum kæft óp, og þegar við skimuðumst um sáum kajak sem hafði hvolft um þrjú hundruð metra frá okkur." Ungmennin reru í átt að kajaknum til að kanna málið. „Við vorum mest hrædd um að róa kannski fram á lík hjá bátnum. En þegar við vorum komin nærri kajaknum lyfti maðurinn árinni sinni, og þá vissum við að hann væri á lífi. Björgunarsveit Vestmannaeyja kom á svæðið nokkrum mínútum eftir að ungmennin náðu kajakræðaranum upp í bát sinn. „Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar fólk þarf að vera lengi í sjónum. Þetta fór betur en á horfðist, enda var maðurinn vel gallaður," segir Bjarni Bragi Jónsson. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sem stóðu að björguninni. Ungmennin stóðu sig frábærlega," segir Hafþór Óskar Viðarsson, sem hvolfdi kajak sínum í Stórhöfðavíkinni í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrjú ungmenni sem af tilviljun voru stödd í víkinni á örsmáum árabáti urðu Hafþórs vör, björguðu honum upp í bátinn og sigldu til lands. Hafþór segir kajaknum hafa hvolft vegna sterkra hafstrauma til móts við hellinn Fjós í Stórhöfðavíkinni. „Ég komst ekki upp í bátinn aftur. Ég kallaði til fólks á útsýnispalli þarna hjá og það gerði björgunarsveitinni viðvart, en það vildi svo heppilega til að ungmennin þrjú voru þarna að dóla sér á báti sem aðallega er hugsaður fyrir sundlaugar og slíkt. Þegar ég komst upp í bátinn til þeirra voru frekari björgunaraðgerðir flautaðar af," segir Hafþór. Að sögn Hafþórs var hann um þrjátíu mínútur í sjónum áður en honum var bjargað. Hann var orðinn kaldur og þreyttur, en ekkert amar að honum að öðru leyti. „Ég hugsa að manninum hafi ekki þótt neitt tiltakanlega notalegt að vera þarna í sjónum í allan þennan tíma," segir Bjarni Bragi Jónsson, 18 ára nemandi við Verzlunarskóla Íslands, sem ásamt Hólmfríði, unnustu sinni og Birni, yngri bróður Hólmfríðar, kom Hafþóri til bjargar. „Við vorum þarna þrjú saman úti í víkinni á lítilli Europris-tuðru, eða ætli það sé ekki réttara að kalla það árabát," segir Bjarni og skellir upp úr. „Við heyrðum kæft óp, og þegar við skimuðumst um sáum kajak sem hafði hvolft um þrjú hundruð metra frá okkur." Ungmennin reru í átt að kajaknum til að kanna málið. „Við vorum mest hrædd um að róa kannski fram á lík hjá bátnum. En þegar við vorum komin nærri kajaknum lyfti maðurinn árinni sinni, og þá vissum við að hann væri á lífi. Björgunarsveit Vestmannaeyja kom á svæðið nokkrum mínútum eftir að ungmennin náðu kajakræðaranum upp í bát sinn. „Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar fólk þarf að vera lengi í sjónum. Þetta fór betur en á horfðist, enda var maðurinn vel gallaður," segir Bjarni Bragi Jónsson.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira