Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum 24. apríl 2009 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum. Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16
Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43