Formúla 1

Renault ræður Kubica til starfa

Kubica skiptir frá BMW yfir til Renault í stað Fernando Alonso
Kubica skiptir frá BMW yfir til Renault í stað Fernando Alonso Mynd: Getty Images

Pólverjinn Robert Kubica mun stýra Renault á næsta ári, en Fernando Alonso yfirgefur liðið fyrir sæti hjá Ferrari. Óljóst er hver verður liðsmaður með honum, en Romain Groesjean kemur til greina.

Með tilkynningu Renault er aðeins að fækka sætum í Formúlu 1 á næsta ári, sem verða þó mun fleiri þar sem líklegt er að 26-28 ökumenn verði í mótaröðinni.

Kubica hóf ferill sinn með BMW í Ungverjlandi 2006 og vann einn sigur, í Kanada 2008. Hann hefur löngum þótt einn sprækasti ökumaðurinn, en í ljósi þess að BMW hættir þátttöku í haust, þá þurfti hann að finna nýtt sæti. Renault þykir góður kostur, en liðið hefur þó ekki unnið mót á þessu ári.

Sjá ferill Kubica








Fleiri fréttir

Sjá meira


×