Viðskipti erlent

Asíubréf hækka áfram

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hlutabréf á mörkuðum í Asíu halda enn áfram að hækka og í morgun voru það bréf banka og námafyrirtækja sem mest stökk tóku. Ákvörðun bandaríska seðlabankans, sem kynnt var í gær, um að kaupa skuldabréf fyrir um þúsund milljarða dollara, meðal annars húsnæðisveðbréf, vakti bjartsýni meðal fjárfesta í Bandaríkjunum sem teygði sig til markaða víða um heim. Bréf stærsta gullframleiðanda Kína hækkuðu um tæplega sjö prósent en úraframleiðandinn Casio lækkaði um 14 prósent eftir að hafa spáð sínu fyrsta tapi í sjö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×