Seðlabanki Sviss vill herða reglur, óttast íslenskt hrun 19. júní 2009 10:55 Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust. Framgreint kemur fram í nýrri skýrslu SNB um fjármálastöðugleika Sviss. Tveir stærstu bankar landsins, UBS og Credit Suisse, eru enn í verulegum vandræðum samkvæmt mati SNB sem vill fá vald til að búta þá niður í smærri einingar af staða þeirra ógnar efnahag landsins. Í vetur munaði engu að UBS færi á hliðina en UBS og Credit Suisse eru með efnahagsreikning upp á 3 trilljónir dollara, um 380 þúsund milljarða kr., sem er sexföld landsframleiðsla Sviss. Þar af leiðandi er Sviss í meiri hættu gagnvart bankakerfi sínu en nokkur önnur þjóð. Sviss hefur verið í kreppu frá miðju síðasta ári en Jean-Pierre Roth bankastjóri SNB segir að stöðugleiki sé að komast á efnahag landsins að nýju þótt staðan sé enn brothætt. „Áhættan er greinilega enn til staðar á frekari niðursveiflu," segir hann. Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust. Framgreint kemur fram í nýrri skýrslu SNB um fjármálastöðugleika Sviss. Tveir stærstu bankar landsins, UBS og Credit Suisse, eru enn í verulegum vandræðum samkvæmt mati SNB sem vill fá vald til að búta þá niður í smærri einingar af staða þeirra ógnar efnahag landsins. Í vetur munaði engu að UBS færi á hliðina en UBS og Credit Suisse eru með efnahagsreikning upp á 3 trilljónir dollara, um 380 þúsund milljarða kr., sem er sexföld landsframleiðsla Sviss. Þar af leiðandi er Sviss í meiri hættu gagnvart bankakerfi sínu en nokkur önnur þjóð. Sviss hefur verið í kreppu frá miðju síðasta ári en Jean-Pierre Roth bankastjóri SNB segir að stöðugleiki sé að komast á efnahag landsins að nýju þótt staðan sé enn brothætt. „Áhættan er greinilega enn til staðar á frekari niðursveiflu," segir hann.
Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira