Stjórnin undrast harkalegar aðgerðir FME og fjármálaeftirlitsins 19. júní 2009 12:05 Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri, er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lýsir furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa Fjármálaeftirlitsins um fjárfestingar hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað lífeyrissjóðnum umsjónaraðila vegna gruns um lögbrot. Í yfirlýsingu stjórnar lífeyrissjóðsins segir að í efnahagsumrótinu á umliðnum vetri hafi stjórn sjóðsins tekið yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda beri Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir. Í yfirlýsingunni er vitnað í endurskoðunarbréfi PricewaterhouseCoopers með ársreikningi lífeyrissjóðsins fyrir 2008, en þar segir: „Þótt ekki sé ástæða til að draga í efa að með þessum ráðstöfunum sínum hafi stjórnendur sjóðsins talið sig vera að tryggja sem best hag sjóðsins við óvenjulegar efnahagsaðstæður þá verður ekki hjá því komist að við sem endurskoðendur sjóðsins, sbr. 42. gr. [laga nr. 129/1997], gerum stjórn sjóðsins og Fjármálaeftirlitinu þegar í stað viðvart um þessi atvik." Þá segir að á fundi sem lífeyrissjóðurinn boðaði til með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins 19. maí hafi verið gert samkomulag um að sjóðurinn hefði frest til 31. júlí til að gera úrbætur í samræmi við fjárfestingarheimildir. Það samkomulag hafi Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið ákveðið nú að virða ekki. Um sé að ræða verðtryggt skuldabréf, útgefið af Kópavogsbæ, sem var undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum lífeyrissjóðsins, þegar það var gefið út. „Vegna verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið, fór uppreiknað verð bréfsins yfir 10% hámarkið í 10,57% af heildareignum sjóðsins." Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka. Í lok tilkynningarinar segjast stjórnarmenn treysta því, að þegar fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið hafi kynnt sér málið að fullu liggi fyrir að hagsmunir sjóðfélaga hafi verið hafðir að leiðarljósi. Tengdar fréttir Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19. júní 2009 10:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lýsir furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa Fjármálaeftirlitsins um fjárfestingar hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað lífeyrissjóðnum umsjónaraðila vegna gruns um lögbrot. Í yfirlýsingu stjórnar lífeyrissjóðsins segir að í efnahagsumrótinu á umliðnum vetri hafi stjórn sjóðsins tekið yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda beri Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir. Í yfirlýsingunni er vitnað í endurskoðunarbréfi PricewaterhouseCoopers með ársreikningi lífeyrissjóðsins fyrir 2008, en þar segir: „Þótt ekki sé ástæða til að draga í efa að með þessum ráðstöfunum sínum hafi stjórnendur sjóðsins talið sig vera að tryggja sem best hag sjóðsins við óvenjulegar efnahagsaðstæður þá verður ekki hjá því komist að við sem endurskoðendur sjóðsins, sbr. 42. gr. [laga nr. 129/1997], gerum stjórn sjóðsins og Fjármálaeftirlitinu þegar í stað viðvart um þessi atvik." Þá segir að á fundi sem lífeyrissjóðurinn boðaði til með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins 19. maí hafi verið gert samkomulag um að sjóðurinn hefði frest til 31. júlí til að gera úrbætur í samræmi við fjárfestingarheimildir. Það samkomulag hafi Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið ákveðið nú að virða ekki. Um sé að ræða verðtryggt skuldabréf, útgefið af Kópavogsbæ, sem var undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum lífeyrissjóðsins, þegar það var gefið út. „Vegna verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið, fór uppreiknað verð bréfsins yfir 10% hámarkið í 10,57% af heildareignum sjóðsins." Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka. Í lok tilkynningarinar segjast stjórnarmenn treysta því, að þegar fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið hafi kynnt sér málið að fullu liggi fyrir að hagsmunir sjóðfélaga hafi verið hafðir að leiðarljósi.
Tengdar fréttir Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19. júní 2009 10:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19. júní 2009 10:16