Milljarðafjárfestirinn Raj Rajaratnam, fyrrum forstjóri Bear Steams, IBM, Intel and Mckinsey var ákærður á föstudaginn fyrir innherjasvik tengdum vogunarsjóði. Bandaríski saksóknarinn segir þetta stærsta svikamál sem upp hefur komið og tengist vogunarsjóði. Fimm aðrir hafa verið ákærðir í málinu auk Raj.
Preet Bharara, saksóknari segir málið einstakt því þetta er í fyrsta skiptið sem sömu meðul voru notuð til þess að rannsaka málið og þegar lögreglan rannsakar skipulagða glæpastarfsemi eins og mafíuna. Meðal annars var notast við hleranir og hefðbundnar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru gegn mafíuforingjum.
Alls eiga Raj og hinir fimm að hafa hagnast um 20 milljónir dollara á svikunum. Að sögn Bharara þá styðst rannsóknin að miklu leitinu til við ónefnt vitni.