Íslenskur bókaútgefandi í hörðu stríði í Danmörku 5. september 2009 08:00 Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson deilir við stærstu keðju bókaverslana í Danmörku. Útgáfa hans, Hr. Ferdinand, fer með útgáfurétt á bókum Dans Brown og deilan snýst um næstu bók hans. Fjallað hefur verið um deilurnar í fjölmiðlum í Danmörku og hefur umfjöllunin verið mjög hliðholl Snæbirni. „Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
„Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira