Liliane Bettencourt er óumdeilanlega auðugasta kona Frakklands en nú hefur dóttir hennar Francoise, sem sjálf er 56 ára, fegnið nóg af gjafmildi þeirrar gömlu. Hefur dóttirin því beðið héraðsdómstólinn í Nanterre, einu úthverfa Parísar, að grípa inn í málin..."til þess að verja Liliane Bettencourt fyrir misnotkun..." eins og það er orðað í málskjölunum.
Lögmaður Liliane segir að þetta sé ekkert annað en tilraun af hálfu dótturinnar til að tryggja sér meiri arf frá móðurinni.
Samkvæmt frásögn á business.dk um málið er það ljósmyndarinn og rithöfundurinn Francois-Marie Banier sem hefur notið hinnar miklu gjafmildi Liliane. Frá því á síðasta áratug hefur Lilane gefið honum peninga, tryggingar og listaverk sem talin eru meir en milljarðs evra virði.