Fótbolti

Messi: Barcelona á skilið að vinna Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi er frábær leikmaður og enn aðeins 21 árs gamall.
Lionel Messi er frábær leikmaður og enn aðeins 21 árs gamall. Mynd/AFP

Lionel Messi vonast til þess að hann og félögum hans í Barcelona verði launað fyrir að spila flottan fótbolta á þessu tímabili þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Ég veit að það eru margir sem hrífast af leik Barcelona þó að þeir séu ekki stuðningsmenn félagsins," sagði Lionel Messi á blaðamannafundi á Nou Camp. „Við eigum skilið að vinna þennan til fyrir fótboltann sem við höfum spilað," bætti Messi við.

„Við gerum okkur vel grein fyrir því að við gætum unnið sögulega sigur," sagði Messi en Barcelona getur orðið fyrsta spænska liðið til þess að vinna þrennuna.

„Það er erfitt að segja hvort liðið sé sigurstranglegra. Þetta er tvö frábær lið með frábæra leikmenn. Þeir eru að verja titilinn og ég myndi því segja að þeir væru sigurstranglegri," sagði Messi en bætti við.

„Vonandi reyna þeir að spila fótbolta svo að þetta verði opinn og skemmtilegur úrslitaleikur fyrir alla," sagði Messi sem verður væntanlega í gjörgæslu í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×