Einu börnin í Álftaveri hafa einkabílstjóra 20. desember 2009 19:20 Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira