Upp úr sauð í kosningaþætti í gærkvöldi 25. apríl 2009 12:12 Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi. Formenn flokka og framboða sem bjóða fram í kosningunum í dag mættu í lokaþátt "Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í gærkvöldi. Byrjað var á að fara yfir stöðu flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem benda til að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 37 þingmenn og þar með góðan meirihluta á Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapi tíu þingmönnum og bíði mesta afhroð sem hann hefur nokkru sinni hlotið í kosningum. Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á að um kannanir væri að ræða, en ekki niðurstöður kosninga. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins undirstrikaði mikilvægi þess að endurreisa atvinnulífið. Þar væri mikilvægast að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn sem og heimildir í öðrum tegundum sem gæti gefið tugi milljarða í tekjur fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir slagt gengi í könnunum sagði Guðjón tíma Frjálslynda flokksins langt í frá liðinn. Flokkurinn kæmi alltaf betur út úr kosningum en könnunum. Endurskoðunarskýrsla sem nú liggur fyrir um stöðu bankanna varð tilefni til snarpra orðaskipta milli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. En Sigmundur fullyrðir að í skýrslunni komi fram að hætta sé á öðru bankahruni verði ekki gripið til aðgerða. Skýrslan er meðhöndluð sem algert trúnaðarmál á meðan kröfuhafar í eignir bankanna og aðrir hagsmunaaðilar kynna sér efni hennar. Kosningar 2009 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi. Formenn flokka og framboða sem bjóða fram í kosningunum í dag mættu í lokaþátt "Hvernig á að bjarga Íslandi" á Stöð 2 í gærkvöldi. Byrjað var á að fara yfir stöðu flokkanna samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, sem benda til að stjórnarflokkarnir fái samanlagt 37 þingmenn og þar með góðan meirihluta á Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn tapi tíu þingmönnum og bíði mesta afhroð sem hann hefur nokkru sinni hlotið í kosningum. Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins benti á að um kannanir væri að ræða, en ekki niðurstöður kosninga. Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins undirstrikaði mikilvægi þess að endurreisa atvinnulífið. Þar væri mikilvægast að auka þorskkvótann um 100 þúsund tonn sem og heimildir í öðrum tegundum sem gæti gefið tugi milljarða í tekjur fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir slagt gengi í könnunum sagði Guðjón tíma Frjálslynda flokksins langt í frá liðinn. Flokkurinn kæmi alltaf betur út úr kosningum en könnunum. Endurskoðunarskýrsla sem nú liggur fyrir um stöðu bankanna varð tilefni til snarpra orðaskipta milli Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna og fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. En Sigmundur fullyrðir að í skýrslunni komi fram að hætta sé á öðru bankahruni verði ekki gripið til aðgerða. Skýrslan er meðhöndluð sem algert trúnaðarmál á meðan kröfuhafar í eignir bankanna og aðrir hagsmunaaðilar kynna sér efni hennar.
Kosningar 2009 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira