Sport

Raul er ekkert að fara hætta á næstunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul fagnar einu af 311 mörkum sínum fyrir Real Madrid.
Raul fagnar einu af 311 mörkum sínum fyrir Real Madrid. Mynd/AFP

Spánverjinn Raul Gonzalez hefur gefið það út að hann ætli að spila í tvö tímabil til viðbótar með Real Madrid. Raul varð á dögunum markahæsti leikmaður Madrídar-félagsins frá upphafi þegar hann bætti met Alfredo di Stefano. Raul hefur skorað 311 mörk fyrir Real og sú tala á örugglega eftir að hækka mikið á næstu tveimur árum.

"Þetta er erfið staða því auðvitað vill maður hætta á toppnum. Þegar maður er að spila vel þá spyr maður sjálfan sig: Vill ég nokkuð hætta? Eins og staðan í dag þá ætla ég að spila til 2011," sagði Raul aðspurður um framtíðarplön sín í viðtali við spænska blaðið Marca.

"Sex mánuðum fyrir þennan tíma, í desember eða janúar, þá mun ég skoða mín mál í samráði við félagið og sjá hvað er best fyrir mig og Real Madrid," segir Raul.

Raul verður í sviðsljósinu með Real Madrid í kvöld þegar spænska liðið tekur á móti enska liðinu Liverpool í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Raul hefur verið sjóðheitur að undanförnu og því líklegur til að bæta við metið sitt yfir flest mörk í Evrópukeppnum félagsliða. Raul hefur skorað 66 mörk í Evrópukeppnum þar af 64 þeirra í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×