Horfa á til verðmætis en ekki markaðsverðs 20. maí 2009 08:25 Hermann Guðmundsson Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká Markaðir Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká
Markaðir Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira