Formúla 1

Góð byrjun nýs Formúlu 1 liðs

Jenson Button á Honda náði góðum tíma á fyrstu æfingu Brawn GP liðsins á Spáni.
Jenson Button á Honda náði góðum tíma á fyrstu æfingu Brawn GP liðsins á Spáni. mynd: kappakstur.is

Brawn GP liðið sem mætti með keppnisbíl í fyrsta skipti á æfingu í Barcelona í gær byrjaði með stæl. Jenson Buttonm sem hóf æfinguna fyrir hönd liðsins náði fjórða besta tíma dagsins, en Nick Heidfeld varfljótastur á BMW.

Það leit ekki út fyrir að Button, né Rubens Barrichello yrðu í Formúlu 1 á þessu ári, en með þrautseigju tókst Ross Brawn að snúa saman samningi sem tryggði fyrrum liði Honda tilveru í Formúlu 1 áfram.

Brawn mætti með sitt hafurtask til Barcelona á spánýjum bíl og Button var hæstánægður með afrakstur dagsins. Formúlu 1 lið æfa 3 næstu daga í Barcelona og er æfingin sú síðasta fyrir fyrsta mót ársins sem er í Ástralíu.

Fulltrúi Stöð 2 Sport er á staðnum, en verið er að vinna að fyrsta þættinum um Formúlu 1 sem verður á dagskrá 18. mars. Hann verður um frumsýningar keppnisliða og rætt er við ökumenn og stjóra þeirra.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×