Íslenski boltinn

Ísland í 6. sæti á Algarve Cup

Harpa Þorsteinsdóttir er búin að skora fyirr Ísland á móti Kína. Hún er hér til hægri með Söru Björk Gunnarsdóttur.
Harpa Þorsteinsdóttir er búin að skora fyirr Ísland á móti Kína. Hún er hér til hægri með Söru Björk Gunnarsdóttur. Mynd/Stefán

Ísland tapaði í dag fyrir Kína, 2-1, í leik um 5. sætið á Algarve-mótinu í knattspyrnu sem lýkur í dag. Harpa Þorstinsdóttir skoraði mark Íslands en það var hennar fyrsta landsliðsmark.

Harpa hirti boltann af kínversku varnarmönnunum sem voru eitthvað að dútla með boltann og afgreiddi hann einkar snyrtilega í netið. Markið kom þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma í fyrri hálfleik og um leið og þær kínversku tóku miðjuna var flautað til leikhlés.

Kínverjar komust yfir í leiknum með marki úr miðjum vítateig á 21. mínútu. Sóknarmaður Kínverja var þar óvölduð og skoraði með óverjandi skoti. Þær skoruðu svo sitt annað mark á 69. mínútu eftir að sóknarmaður liðsins fékk stungusendingu inn fyrir vörn íslenska liðsins og skoraði af öryggi.

Besta tækifæri íslenska liðsins til að jafna metin frá Margrét Lára Viðarsdóttir en skot hennar fór hárfínt framhjá marki Kínverja.

Íslensku stelpurnar áttu góðan endasprett í fyrri hálfleiknum. Edda Garðarsdóttir komst í þokkalegt færi á 37. mínútu eftir sendingu frá Sif Atladóttur en skot hennar var varið í horn.

Edda tók hornspyrnuna sjálf og Rakel Hönnudóttir átti skalla sem hafnaði í stönginni. Stuttu síðar vildu íslensku leikmennirnir fá vítaspyrnu eftir að Rakel var í baráttu í vítateignum en ekkert var dæmt. Rakel þurfti að yfirgefa völlinn til að fá aðhlynningu en kom inn á aftur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×